Fara í efni

Fossvogshlaup Hleðslu 2016

Ef þú ert hlaupari þá viltu ekki missa af þessu.
Fossvogshlaup Hleðslu 2016

Fossvogshlaupið er eitt fjölmennasta sumarhlaupið og var kosið vinsælasta götuhlaupið árið 2015. 

Hlaupið verður haldið fimmtudaginn 25.ágúst kl 19:00 og verður ræst í Víkinni, Traðarlandi 1 í Fossvogi.

Allir hlauparar sem náð hafa 12 ára aldri eru velkomnir, jafnt byrjendur sem lengra komnir.

 

Vegalengdir

5 og 10 km með tímatöku. Vegalengdir eru mældar og viðurkenndar af FRÍ.

Staðsetning

Víkin, Traðarlandi 1 í Fossvogi. Hlaupaleiðin er hringur í Fossvogsdalnum. Einn hringur er 5 km og tveir hringir eru 10km. Drykkjarstöð er á miðri leið fyrir þá sem hlaupa 10 km og eftir hlaup fyrir alla þátttakendur.

Þátttökugjald og skráning

Skráning fer fram HÉR

Búið er að opna fyrir skráningu. Forskráning er á netinu til miðnættis miðvikudaginn 24.ágúst. Skráning á keppnisdegi er í Víkinni frá kl. 16.00-18.00.

Verð í forskráningu:

2000 kr,- fyrir 18 ára og eldri (f.1998 og fyrr) og 1.500 kr,- fyrir 12-17 ára (f.2004 -1999).

Verð á keppnisdegi:

3000 kr,- fyrir 18 ára og eldri (f.1998 og fyrr) og 2.000 kr,- fyrir 12-17 ára (f.2004 -1999).

Ókeypis er í hlaupið fyrir 67 ára og eldri. Hlaupið er ekki fyrir yngri en 12 ára

Hlaupagögn verða afhent í íþróttasalnum í Víkinni miðvikudaginn 24.ágúst kl 18-20 og á hlaupadegi frá kl. 16.00 – 18.30

HÉR má sjá lista yfir skráða þátttakendur.

Hægt verður að fylgjast með tímatökunni hérna

Verðlaun

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í karla – og kvennaflokki í báðum vegalengdum Einnig verða veitt verðlaun fyrir fyrsta sæti í hverjum aldursflokki í báðum vegalengdum.   

Verðlaunaafhending fer fram í íþróttasalnum í Víkinni að hlaupi loknu. Fjöldi glæsilegra útdráttarverðlauna.

Aldursflokkar

Úrslit verða birt sem heildarúrslit og eftir aldursflokkum:

12-18 ára, 19-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri.

Salerni og fatageymsla

Salerni og fatageymsla (vaktað) er í tengibyggingu við íþróttasalinn. Engin ábyrgð er tekin á fatnaði eða öðrum munum og ekki heldur á hlaupaleiðinni.

Almennar upplýsingar

Að hlaupi loknu er þátttakendum boðið upp á hressingu og veitingar í íþróttasalnum í Víkinni. Þátttakendur eru hvattir til að sameinast í bíla og þeir sem búa næst svæðinu, að skilja bílinn eftir heima. Bílastæði eru í Stjörnugróf, stæði austan við Víkina og við Fossvogsskóla. Athugið að bílastæði vestan við Víkina verða lokuð vegna hlaupsins frá kl. 16. Traðalandi verður lokað fyrir um ferð frá 18.45 og til síðasti hlaupari er komin í mark (ca.kl. 20.30)

Skipuleggjendur

Almenningsíþróttadeild Víkings (Hlaupa- og hjólahópur Víkings), netfang: almenningur@vikingur.is

Hlaupastjórar: Tonie Sørensen, sími 898 0698 og Sverrir Geirdal, Sími 8201032

Skráning fer fram á http://www.netskraning.is/fossvogshlaupid/

Myndir og úrslit verða birt á heimasíðu Almenningsíþróttadeildar Víkings HÉR og á Facebook síðu hlaupsins HÉR.