Fara í efni

Á sumardaginn fyrsta fer fram 100. víðavangshlaup ÍR

Ætlar þú að taka þátt ?
Á sumardaginn fyrsta fer fram 100. víðavangshlaup ÍR

Víðavangshlaup ÍR

Hlaupið er n.k fimmtudag - sumardaginn fyrsta.

Ertu búin/n að skrá þig ? 

Þú getur gert það HÉR. 

Og hér er skemmtilegur fróðleikur um fyrsta víðavangshlaup ÍR sem var árið 1916.

Það var árið 1916 að ÍR-ingar stofnuðu til víðavangshlaups að enskri fyrirmynd. Hlaupið hefur verið haldið árlega síðan og mun vera sá íþróttaviðburður hér á landi sem á sér lengsta samfellda sögu.

Helgi Jónasson í Brennu var í fararbroddi þeirra ÍR-inga og stjórnaði fyrstu hlaupunum. Hlaupið varð strax einn af meginviðburðum í dagskrá sumardagsins fyrsta í Reykjavík. Hlaupaleiðin hefur jafnan verið tengd miðbæ Reykjavíkur þó hlaupaleiðin hafi breyst alloft og einnig aðstaða öll í miðbænum.

Nú er ekki mikinn víðavang að finna á þeim slóðum og er hlaupið í dag á malbikuðum stígum og götum. Það hefur jafnan þótt mikill sigur að koma fyrstur í mark í Víðavangshlaupi ÍR. Oftast hefur Ágúst Ásgeirsson ÍR sigrað í þessu sögufræga hlaupi, eða átt sinnum alls. Næstur honum kemur Sigmar Gunnarsson UMSB með sjö sigra. Undir stjórn Guðmundar Þórarinssonar jókst þátttaka mjög í Víðavangshlaupi ÍR á áttunda áratugnum og þá tóku konur fyrst þátt.

Fyrsti sigurvegari kvenna var Lilja Guðmundsdóttir ÍR en næstu 5 ár sigraði Ragnhildur Pálsdóttir UMSK/KR. Martha Ernstsdóttir ÍR hefur unnið flesta sigra í kvennaflokki en átta sinnum hefur hún verið fyrsta konan í mark í Víðavangshlaupi ÍR.