Fara í efni

10-20-30 hlaupaþjálfunin, í fyrsta sinn á Íslandi- ATH Kynningin er í kvöld kl 20.

Thomas verður með kynningu á 10-20-30 hlaupaaðferðinni þann 25. apríl
10-20-30 aðferðin er ný og byltingarkennd
10-20-30 aðferðin er ný og byltingarkennd

10-20-30 hlaupaþjálfunin, í fyrsta sinn á Íslandi

10-20-30 hlaupaþjálfunaraðferðin er þróuð af vísindamönnunum Jens Bangsbo og Thomas P. Gunnarssyni sem starfa við Háskóla Kaupmannahafnar en Thomas er hálfíslenskur, fæddur og uppalinn í Kaupmannahöfn.

10-20-30 aðferðin er ný og byltingarkennd nálgun að því að æfa hlaup og hún hentar fyrir alla hlaupara, frá byrjendanum til afreksmannsins.

Aðferðin er einföld í raun og hentar frábærlega fyrir þá sem eru að hefja æfingar þar sem hún gerir það fljótlegt og auðvelt að komast í gott form. Vanir hlauparar og afreksmenn munu einnig ná því að verða bæði sterkari og fljótari eftir nokkurra vikna æfingar með 10-20-30 aðferðinni. Með betra formi er hægt að stytta þann tíma sem fer í æfingar.

Jans Bangbo og Dr. Thomasi P. Gunnarsson lýsa því í bók sinni hvernig æfingarnar virka og hvernig standa skal að þeim. Í bókinni er einnig að finna fjölda æfingataflna og bestu ráð höfundanna fyrir velheppnaða hlaupaæfingu. Einnig er hægt að fá sérstakt app fyrir 10-20-30 aðferðina sem gerir auðveldara að hefja æfingar og tileinka sér aðferðafræðina.

Thomas verður staddur á Íslandi dagana 23. og 24. apríl n.k. og hefur mikinn áhuga á að kynna 10-20-30 aðferðafræðina fyrir íslenska hlauparasamfélaginu hvort sem um er að ræða götuhlaupara eða þá sem æfa frjálsar íþróttir.

Thomas verður með kynningu á 10-20-30 hlaupaaðferðinni þann 25. apríl kl. 20 til 21. í sal E á 3. hæð í húsakynnum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands við Engjaveg. Aðgangur ókeypis meðan húsrúm leyfir.

Nánari upplýsingar veitir Gunnlaugur Júlíusson í síma 864-4886