Fara í efni

Skemmtilegt! – Rithöndin kemur upp um karaktereinkenni þín!

Það hvílir skemmtileg dulúð yfir þeirri kúnst að lesa í rithönd fólks. Til eru þeir sem segja undirskriftina eina geta skorið úr um geðheilsu einstaklingsins og svo eru það þeir sem segja rithöndina sjálfa koma upp um persónuleikann.
Skemmtilegt! – Rithöndin kemur upp um karaktereinkenni þín!

Það hvílir skemmtileg dulúð yfir þeirri kúnst að lesa í rithönd fólks. Til eru þeir sem segja undirskriftina eina geta skorið úr um geðheilsu einstaklingsins og svo eru það þeir sem segja rithöndina sjálfa koma upp um persónuleikann.

Kannski listinn sem hér fer að neðan sé yfirborðskenndur og léttur en stúdían er engu að síður skemmtileg og það getur verið gaman að grúska í rithandarfræðum, eða graphology eins og heitið útleggst á enskri tungu. Hér á eftir fara örfáar tilgátur sem gefa vísbendingar um ákveðin persónueinkenni:

Smá og nett rithönd merkir að viðkomandi er samviskusamur og fús til náms, feiminn að eðlisfari, nákvæmur í vinnubrögðum og almennt einbeittur í allri nálgun.

Stórgerð rithönd bendir til að viðkomandi sé úthverfur, félagslyndur og opinn einstaklingur sem kann vel að meta athygli.

Meðalstórir stafir benda til að viðkomandi sé í ágætu jafnvægi og búi yfir aðlögunarhæfni.

Mikið bil á milli stafa og orða (gisin rithönd) merkir að viðkomandi kunni að meta frelsi og eigi erfitt með að sættast á reglustífni. Sá hinn sami kann sennilega ekki vel við sig í fjölmenni og getur upplifað yfirþyrmandi innilokunarkennd í þröngum rýmum.

Þétt stafabil og stutt bil milli orða merkir að viðkomandi eigi erfitt með að vera einsamall og að sá hinn sami sæki nær viðstöðulaust í nánd og félagsskap.

Hringlaga eða sveigðir stafir benda til að viðkomandi sé listrænn og skapandi.

Hvöss rithönd og skarpar línur merkja að viðkomandi er skarpur, vel gefinn, forvitinn að eðlisfari og afar ákveðinn persónuleiki.

Smelltu HÉR til að lesa þessa skemmtilegu grein af sykur.is