Fara í efni

Rose Quartz og Serenity – Pantone velur tvo liti sem endurspegla jafnræði kynjanna

Ljósbleikur og himinblár eru litir ársins 2016. Þessa yfirlýsingu gaf Pantone út fyrir skömmu og er dumbrauður tónn Marsala, sem réði ríkjum árið 2015 og olli vanþóknun spekúlanta þar sem ryðbrúnn liturinn þótti minna helst á ryðhrúgu og lítt steiktan kjöthleif, að renna sitt síðasta skeið.
Rose Quartz og Serenity – Pantone velur tvo liti sem endurspegla jafnræði kynjanna

Ljósbleikur og himinblár eru litir ársins 2016.

Þessa yfirlýsingu gaf Pantone út fyrir skömmu og er dumbrauður tónn Marsala, sem réði ríkjum árið 2015 og olli vanþóknun spekúlanta þar sem ryðbrúnn liturinn þótti minna helst á ryðhrúgu og lítt steiktan kjöthleif, að renna sitt síðasta skeið.

Þetta er í fyrsta sinn sem Pantone kynnir tvo liti til sögunnar sama árið, en tónarnir heita Rose Quartz (barnableikur og Serenity (barnablár) en valið er skírskotun til jafnræðis og fljótandi og síbreytilegra marka sem aðgreina kynin tvö. Pantone, sem er leiðandi á heimsvísu í litavali velur lit komandi árs í desember á hverju ári,  en valið ákvarðast af ströngu samstarfi við leiðandi einstaklinga í hátískuheiminum, fegurðarbransanum, sérfræðinga á sviði innanhússhönnunar og grafískri hönnun svo eitthvað sé nefnt; allt í þeim tilgangi að spá fyrir um þær línur sem verði áberandi á komandi ári.

Og HÉR getur þú lesið meira um þessa fallegu liti af vef sykur.is