Fara í efni

Sex einkenni eineltis: Skólarnir eru að byrja - Deildu þessu

Einelti er vandamál sem snertir okkur öll.
Verum vakandi  Pressan/Veröldin
Verum vakandi Pressan/Veröldin

Nú styttist í skólana og vill Veröldin á Pressunni vekja foreldra og skólastjórnendur til umhugsunar um sex einkenni eineltis. Afleiðingar eineltis eru oft skelfilegar líkt og oft hefur komið fram í viðtölum við fólk á Pressunni.

Einelti er vandamál sem snertir okkur öll og með því að fræða foreldra er þessi stutta grein stuðningur við börn þeirra, hvort sem þau eru þolendur, gerendur eða „saklausir áhorfendur“. Veröldin hvetur lesendur til að deila skilaboðunum á Facebook og þannig reyna draga úr einelti í skólum í vetur. Á síðunni Verndum börnin segir:

1. Niðurlægjandi athugasemdir t.d hvað varðar útlit, klæðnað eða athafnir, uppnefni, fliss eða augngotur.

2. Útskúfun og afskiptaleysi. Barn má ekki vera með í leik eða er ekki boðið í afmæli. Það er ekki látið vita þegar eitthvað stendur til. Ekki er tekið tillit til skoðana og tillagna einstaklings, þær eru virtar að vettugi.

3.  Eigum er stolið, þær vanvirtar eða eyðilagðar.

4.  Einstaklingur er þvingaður til að gera eitthvað sem brýtur niður sjálfsvirðingu hans og stríðir gegn réttlætiskennd.

5.  Líkamlegt ofbeldi.

6.  Sögusagnir og lygi eru bornar út um einstakling eða fjölskyldu hans.

Hvernig veistu hvort barnið þitt er lagt í einelti? Vísbendingar um að svo sé.

  • barnið vill ekki fara í skólann, alltaf, stundum eða tímabundið
  • barnið er hrætt við að fara í og úr skóla, vill láta keyra sig
  • barnið fer óvenjulega leið til og frá skóla
  • barnið kemur of seint í skólann eða heim úr skólanum
  • barnið er svangt þegar það kemur heim
  • barninu fer að ganga verr í skólanum
  • barnið týnir bókum, hlutum eða fötum
  • barnið týnir vasapeningunum sínum af og til

Hegðun:

  • barninu líður illa en vill ekki segja hvað er að
  • barnið fer að atast í systkinum eða foreldrum
  • barnið rýkur upp af litlu tilefni, er pirrað eða stjórnlaust í skapi
  • sjálfstraustið minnkar
  • barnið grætur sig í svefn og fær martraðir

Birt í samstarfi við