Fara í efni

Þetta er mitt líf, fyrsta námskeið ársins 2015 hefst 27. janúar

Þetta er mitt líf. Uppbyggjandi og áhugavert námskeið .
Þetta er mitt líf, fyrsta námskeið ársins 2015 hefst 27. janúar

Þetta er mitt líf.

Uppbyggjandi og áhugavert námskeið .
Á námskeiðinu verður fjallað um forsendur lífshamingju, eflingu sjálfsmyndar, undirstöðuatriði hugrænnar atferlismeðferðar og viðtalstækni. Þá verða kenndar leiðir til að losna undan stjórn annarra. og hvernig veita megi stuðning án stjórnunar og íhlutunar.

Einnig verður m.a. fjallað um andlegt ofbeldi í daglegu lífi, „ættarfylgjur“, fullkomnunaráráttu, „erfitt fólk“ og andlegan þroska.

Námskeiðið tekur átta klukkustundir, tvær klukkustundir í senn, tvisvar í viku og fer fram í Fjölskylduhúsi, Grensásvegi 16 a.

Að námskeiði loknu geta þátttakendur skráð sig í vinnuhópa sem hittast einu sinni í viku í átta vikur.

Námskeiðið kostar 27.000 krónur og innifalið í verðinu er eitt einstaklingsviðtal sem tekið er áður en námskeiðið hefst, námsgögn og kaffiveitingar.

Fyrsta námskeið ársins 2015 hefst 27. janúar og er skráning hafin.
Hægt er að panta viðtal og/eða skrá sig á námskeið í síma 694-7997 eða senda tölvupóst á: astakro@ismennt.is

Fyrirlesarar og leiðbeinendur á námskeiðinu eru Ásta Kristrún Ólafsdóttir og Páll Þór Jónsson.

Heimild: fjolskylduhus.is s