Fara í efni

Börn og skilnaður - grein af síðunni mamman.is

Það getur oft og tíðum verið flókið að vera barn og hvað þá skilnaðarbarn. Börn eiga yfirleitt erfitt með að setja það í orð hvernig þeim líður og jafnvel á vanlíðan það til að brjótast út í slæmri eða óæskilegri hegðun.
Börn og skilnaður - grein af síðunni mamman.is

Það getur oft og tíðum verið flókið að vera barn og hvað þá skilnaðarbarn. Börn eiga yfirleitt erfitt með að setja það í orð hvernig þeim líður og jafnvel á vanlíðan það til að brjótast út í slæmri eða óæskilegri hegðun.

Þau hafa ekki hugmynd um hvernig þau eiga að tjá tilfinningar sínar og upplifa oft kvíða og vanlíðan tengda óöryggi og nýjum aðstæðum.

Sum flytja úr hverfinu sínu, þurfa að skipta um skóla og aðlagast öðru umhverfi. Það er mjög mikilvægt í öllu þessu ferli að gera ekki lítið úr upplifun barnsins þíns og ofar öllu þarftu að hugsa um það sem er því fyrir bestu.

Einnig þarf að hafa í huga að þarfir barnsins þíns eru ekki endilega það sem hentar þér best.

Ég fann þennan lista um börn og skilnað og langaði að láta hann fylgja með. Því miður kemur ekki fram hver er höfundurinn að þessum lista en ég vona að sá hinn sami hafi haft það að leiðarljósi að sem flestir læsu hann.

Börn og skilnaður

Eftirfarandi er listi yfir helstu atriði sem foreldrar þurfa að vera vakandi yfir í fari barna sinni eftir skilnað.

  1. Hegðunarerfiðleikar (t.d hætta að hlusta og gegna, fá „köst“ uppúr þurru).
  2. Draga sig inn í skel/einangra sig.
  3. Breytingar í hegðun í skóla/leikskóla.
  4. Borða minna eða meira.
  5. Sofa minna eða meira.
  6. Kvíði (t.d hegðunarerfiðleikar, eirðarleysi, pirringur, magaverkir,eða einbeitingarskortur).
  7. Þunglyndi (t.d grátur, dapurleiki, upplifa litla ánægju, pirringur).
  8. Viðkvæmni (stuttur þráður, aukinn grátur) og sektarkennd.

Munið þetta . . . LESA MEIRA