Fara í efni

Líf­rænt ekki endi­lega betra fyr­ir húðina

„Líf­rænt vottaðar húðvör­ur ættu frek­ar að verða fyr­ir val­inu út frá um­hverf­is­sjón­ar­miði en þær þurfa ekki að vera betri en aðrar húðvör­ur hvað varðar áhrif þeirra á húðina,“ seg­ir dr. Bolli Bjarna­son, húð- og kyn­sjúk­dóma­lækn­ir hjá Útlits­lækn­ingu ehf., þegar hann er spurður út í hvort líf­rænt vottaðar húðvör­ur séu betri en aðrar húðvör­ur.
Líf­rænt ekki endi­lega betra fyr­ir húðina

„Líf­rænt vottaðar húðvör­ur ættu frek­ar að verða fyr­ir val­inu út frá um­hverf­is­sjón­ar­miði en þær þurfa ekki að vera betri en aðrar húðvör­ur hvað varðar áhrif þeirra á húðina,“ seg­ir dr. Bolli Bjarna­son, húð- og kyn­sjúk­dóma­lækn­ir hjá Útlits­lækn­ingu ehf., þegar hann er spurður út í hvort líf­rænt vottaðar húðvör­ur séu betri en aðrar húðvör­ur.

Hann svar­ar þá neit­andi aðspurður hvort að hann hafi orðið var við það að fólk sem noti líf­ræn­ar húðvör­ur sé með betri húð en þeir sem gera það ekki.

„En kost­ur­inn við nátt­úru­leg ósnert efni er visst ör­yggi þar sem ekki hef­ur verið hróflað við nátt­úr­unni. Gall­inn við efni sem ekki eru nátt­úru­leg er ófyr­ir­sjá­an­leg­ar af­leiðing­ar þar sem nátt­úr­an ger­ir vænt­an­lega ekki ráð fyr­ir að við séum að hrófla við henni,“ út­skýr­ir Bolli.

En Bolli mæl­ir með að fólk skoði vel hvaða inni­halds­efni leyn­ast í þeim húðvör­um sem það not­ar. Hjá þeim sem kann­ast við að fá of­næmisviðbrögð að ein­hverju tagi, get­ur reynst gott að þekkja efn­in sem valda óþæg­ind­um, eða of­næm­is­vak­ana eins og það er kallað. „Fái fólk of­næmi fyr­ir of­næm­is­vaka í slík­um vör­um get­ur of­næmið staðið mjög lengi, jafn­vel ævi­langt. Það er stund­um ekki nóg fyr­ir viðkom­andi að nota ekki húðvör­ur með of­næm­is­vak­an­um því hægt er að kom­ast í snert­ingu við hann í gegn­um aðrar vör­ur, t.d. ilm­vatn sem aðrir nota. Það get­ur verið mjög baga­legt þegar fólk nær ekki að forðast snert­ingu við of­næm­is­vak­ann, t.d. í vinnu­um­hverfi.“

Inni­halds­lýs­ing­ar geta verið óskýr­ar

En því miður get­ur verið hæg­ara sagt en . . . LESA MEIRA

 

Bolli Bjarnason, Húð -og kynsjúkdómalæknir

Grein af vef utlitslaekning.is