Hér eru nokkrir hármaskar sem ţú getur gert sjálf heima ţegar ţú ćtlar ađ eiga dekurkvöld.
Olíu og E-vítamín hármaski
Hráefni:
Kókósolía og möndluolía
E-vítamín hylki- 4 stk
Leiđbeiningar:
Kókósolían og möndluolían eru djúpnćrandi og hreinsandi frá náttúrunnar hendi.
Skelltu olíunum í skál og myldu E-vítamín töflurnar saman viđ og blandađu vel saman. Ţessu nuddar ţú svo í rakt háriđ og vel ofan í hársvörđinn í 10 mínútur og hefur í yfir nótt.
Ţetta má endurtaka eins oft og ţér finnst háriđ á ţér ţurfa góđan raka í kuldanum hér heima.
Eggjarauđu og banana hármaski
Hráefni:
1 Ţroskađur banani
1 eggjarauđa
Leiđbeiningar:
Stappađu bananan afar vel, viđ viljum ekki neina kekki. Blandađu svo eggjarauđunni saman viđ og hrćrđu vel.
Skelltu svo ţessu í háriđ á ţér og nuddađu vel, passađu ađ ţetta nái vel í endana.
Hafđu í hárinu í 40 mínútur. Skolađu úr međ volgu vatni, ekki of heitu. Og núna máttu ţvo ţađ međ mildu sjampói.
Hunangshármaski
Hunang er rakagefandi frá náttúrunnar hendi og gefur hári afar góđan raka. Hunang er eins og góđ djúpnćring og kemur einnig í veg fyrir hárlos.
Hráefni:
1 msk hunang – helst organic
1 msk af rommi
1 eggjarauđa
Möndluolía
A og E vítamín hylki – 3 stk af hvoru
Leiđbeiningar:
Blandađu hunangi međ olíunni, eggjarauđunni og romminu. Síđan mylur ţú vítamínin saman viđ.
Settu vel af blöndunni í háriđ og nuddađu í hársvörđinn og út í enda. Skelltu handklćđi yfir háriđ og bíddu í klukkustund. Mćlt er međ ađ skola ţetta úr međ hálf köldu vatni og ţvo svo háriđ međ barnasjampói eđa ţví mildasta sem ţú átt.
Frábćr lausn fyrir ţurrt brothćtt hár, ţá sérstaklega ţegar kuldinn sćkir ađ okkur.
ATH: allir hármaskarnir fara í rakt hár, ekki ţurrt.
Athugasemdir