Hvað eru paraben og af hverju eru þau skaðleg?

Veist þú hvað paraben er og afhverju það er talið skaðlegt? 

Hvað eru Paraben?
Paraben eru efni sem notuð eru mikið í snyrtivörum og einnig í matvælum sem rotvarnarefni og finnast því í mjög mörgum vörum. Þar má nefna sjampó, rakakrem, raksápur, sleipuefni, tannkrem. Mjög margar af þeim vörum sem við notum dags daglega innihalda paraben. Paraben efnin eru auðveld og ódýr í framleiðslu og því mikið notuð.

Af hverju er Paraben slæm?
Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á parabenum og benda sumar til þess að paraben séu skaðleg en aðrar hafa ekki sýnt fram á nein áhrif. Það eru því skiptar meiningar um skaðsemi parabena en við leggjum það í hendur lesenda að meta fyrir sig hvort þeir vilja forðast paraben. Paraben geta komið í stað hormónsins estrógen í líkamanum og geta því haft margvísleg hormónaáhrif

Paraben hafa fundist í brjóstakrabbameini og vitað er að estrógen hefur áhrif á þróun brjóstakrabbameins. Einnig eru paraben talin geta átt sinn þátt í því að ungar stúlkur byrji sífellt fyrr á kynþroskaskeiðinu. Japönsk rannsókn frá árinu 2002 (e. dr. S Oishi) sýndi fram á að nýfædd karlkyns spendýr sem komust í snertingu við efnið butylparaben urðu fyrir truflunum á losun hormónsins testosteron og höfðu þar af leiðandi talsverðan áhrif á æxlunarfæri þeirra.

Þau paraben efni sem algengust eru í vörum eru probyl-, methyl-, buthyl- og ethylparaben en í raun eru það öll efni sem hafa heiti sem endar á paraben. Vegna þess hve margir sniðganga vörur með parabenum eru sumir framleiðendur farnir að merkja vörur "paraben free" sem ekki innihalda paraben.

Heimildir:
Brjostakrabbamein.is
TheGoodHuman.com

Heimild: nlfi.is 


Athugasemdir

Svæði

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré