Fara í efni

HÚÐVÖRUR – hefur þú spáð í því hvað á að fara fyrst á andlitið kvölds og morgna?

Með öllum þessum kremum, tónerum, allskyns serum og fleiru þá er kannski ekkert skrýtið að það er hægt að verða örlítið ringlaður á því hvað á að fara fyrst á húðina.
HÚÐVÖRUR – hefur þú spáð í því hvað á að fara fyrst á andlitið kvölds og morgna?

Með öllum þessum kremum, tónerum, allskyns serum og fleiru þá er kannski ekkert skrýtið að það er hægt að verða örlítið ringlaður á því hvað á að fara fyrst á húðina.

Þumalputta reglan er þessi: Þú berð kremin á þig frá þynnsta til þykksta. Sem dæmi, rakakremið fer síðast á því það er þyngst.

Gott er einnig að hugsa um þetta eins og að bera á sig lög af kremi. Ef þú ert t.d að nota krem við meðferð á bólum þá skaltu bera það á þig fyrst, þ.e á undan rakakreminu.

Hér fyrir neðan eru skref fyrir skref ráð um hvernig best er að bera á sig sínar húðvörur.

Á MORGNANA:

1. Húðhreinsir

Byrjaðu morguninn á því að nota mildan hreinsi. Húðin þarf vanalega ekki mikinn þvott á morgnana svo það má einnig nota volgt vatn.

2. Tónerinn

Hreinsirinn gerir húðina hreina og það þarf að nota tóner á eftir til þess að vera viss um að öll óhreinindi á fita séu á brott. Forðastu að nota sterkan tóner sem inniheldur alkahól.

3. Serum (má sleppa)

Næst er gott að einbeita sér að þeim stöðum á húðinni sem eru til vandræða. Serum eru frábær leið til að jafna húðina, fríska upp á hana og draga úr fínum línum.

4. Rakakrem með SPF

Hvernig sem húðin þín er þá skiptir rakakrem miklu máli. Og mundu að nota rakakrem sem inniheldur SPF daglega. Ef húðin er mjög þurr þá skaltu nota feitara rakakrem sem oft er gott að gera þegar mjög kalt er í veðri.

5. Krem fyrir augnsvæðið

Berðu krem fyrir svæðið í kringum augun síðast, á eftir rakakreminu. Það er mjög gott að nota augnkrem og skiptir þá ekki máli á hvaða aldri þú ert. Augnkrem vinnur á fínum línum í kringum augun og gefur augnsvæðinu aukin raka.

Á KVÖLDIN:

1. Húðhreinsir

Byrjaðu á að nota húðhreinsinn og notaðu hreinsi sem djúphreinsar húðina. Hann á að fjarlægja öll óhreinindi.

2. Tónerinn

Það er mikilvægt að nota tóner að kvöldi til svo þú náir að hreinsa burt öll óhreinindi og fitu.

3. Meðferð við bólum (má sleppa)

Ef þú ert að berjast við bólur þá skaltu nota góða meðferð að kvöldi strax á eftir tóner svo bólumeðferðin nái beint inn í húðina.

4. Serum

Því næst er það serum. Ef þú barst á þig bólumeðferð þá skaltu bíða þangað til það krem er alveg þurrt áður en þú setur á þig serum. Notaðu sama serum og þú gerir að morgni fyrir bestan árangur.

5. Næturkrem

Svo er komið að næturkreminu, já þetta er öðruvísi krem en rakakremið sem þú berð á þig á morgnana. Næturkrem fer hægt inn í húðina og er afar rakamikið.

6. Krem fyrir augnsvæðið

Þú berð krem í kringum augnsvæðið á eftir næturkreminu.

7. Olía fyrir andlit (má sleppa)

Ef þú ert með mjög þurra húð þá er húðolía afar góð. Settu nokkra dropa á fingurnar og klappaðu henni létt yfir andlitið. ATH að olían á að fara síðast á húðina.

Heimild: theeverygirl.com