Fara í efni

Förðunarmistök sem þú ættir að forðast – þau geta gert þig 10 árum eldri

Þegar við eldumst er augljóst mál að húð okkar breytist og því þarf að endurskoða umhirðu húðarinnar sem og förðun hennar.
Förðunarmistök sem þú ættir að forðast – þau geta gert þig 10 árum eldri

Þegar við eldumst er augljóst mál að húð okkar breytist og því þarf að endurskoða umhirðu húðarinnar sem og förðun hennar.

Það sem einu sinni virkaði svo vel og var voða flott gerir allt í einu ekkert fyrir okkur og lætur okkur bara líta út fyrir að vera eldri en við erum. Og þá er nú betra að sleppa því!

Hér eru 9 förðunarmistök sem geta gert okkur 10 árum eldri:

1. Að nota of mikið meik

Mikilvægt er að velja létt og gott meik sem hentar þinni húðgerð því of þykkt meik sest í fínu línurnar og gerir þær meira áberandi.

Auk þess dregur það úr ljóma húðarinnar því það hylur hana alveg. Forðastu meik sem hefur lýsinguna „matte“, „velvet“ eða „long-wearing“ og veldu frekar eitthvað í léttari kantinum, Diorskin Nude frá Dior er t.d. eitt þeirra og gefur náttúrulegt útlit.

2. Að hylja svæðið undir augunum

Sé notaður of þykkur fljótandi hyljari eða stifti til að hylja bauga undir augum getur það ýtt undir fínu línurnar á því svæði. Þarna er húðin afar þunn og því myndast línur fljótt. Notaðu frekar fínan penna eða léttan fljótandi hyljara – og eitthvað sem lýsir svæðið aðeins upp.

3. Að nota of mikið púður

Sé of mikið púður notað gerir það lítið annað en að draga fram allar fínar línur og hrukkur. Ef þú ert vön að nota fast púður og hefur gert það í mörg ár gæti þér fundist erfitt að sleppa því. Veldu þér létt og laust púður og það þarf ekki að setja púðrið á allt andlitið. Byrjaðu á því að setja á nefið, hökuna og ennið – eða þar sem of mikill glans myndast.

4. Að nota of dökkan varalit

Dökkir rauðir og vínrauðir varalitir eru mjög fallegir en þegar við eldumst gera þeir ekkert rosalega mikið fyrir okkur. Dökkir varalitir gerir fínar línur kringum munninn meira áberandi en auk þess gerir hann varirnar minni en þær eru. Það væri kannski fínt fyrir eitthvað annað svæði líkamans en stórar og vel mótaðar varir gera hins vegar svo mikið fyrir okkur.

Veldu frekar bjartari liti og með glans en ekki alveg matta.

5. Að nota of mikinn varalitablýant

Varalitablýantur er mjög góður til þess að undirstrika línur varanna og til að koma í veg fyrir að varaliturinn renni út í fínar línur kringum munninn. En það er hins vegar ekki fallegt að nota of mikið af honum eða of dökkan lit og í raun er betra að sleppa því en nota of mikið.

Best er að nota lit sem er eins og varirnar á litinn en ekki eins og varaliturinn.

6. Að nota svartan augnblýant

Það getur verið gott að skipta svarta augnblýantinum út . . . LESA MEIRA