Fara í efni

Fallega mótaðar augabrúnir í 4 skrefum

Margar plokka og snyrta augabrúnirnar sjálfar og um að gera að vanda til verks. Sumar kjósa að fara fyrst á snyrtistofu til að móta þær rétt og síðan með nokkuð reglulegu millibili þó þær plokki sjálfar inn á milli. Aðrar kjósa að gera þetta bara sjálfar en þá er gott að hafa smá viðmið til að auðvelda verkið
Góð ráð frá Gyðjur.is
Góð ráð frá Gyðjur.is

Svona nærð þú fullkomnum augabrúnum með plokkaranum

Margar plokka og snyrta augabrúnirnar sjálfar og um að gera að vanda til verks.  Sumar kjósa að fara fyrst á snyrtistofu til að móta þær rétt og síðan með nokkuð reglulegu millibili þó þær plokki sjálfar inn á milli.

 

Aðrar kjósa að gera þetta bara sjálfar en þá er gott að hafa smá viðmið til að auðvelda verkið.

Fallega mótaðar augabrúnir í 4 skrefum

Þumalputtareglan er að þykktin er mest við innri mörk A, minnkar jafnt og þétt að boganum, C og svo minnkar halinn þar til hann deyr út við punkt B. Yfirleitt er bara plokkað undir augabrúnum og á milli þeirra en efri brún látin vera nema nauðsynlega þurfi að snyrta.

Mundu svo að kippa hárunum upp í gagnstæða átt við vöxtinn því annars er hætt við að hárin slitni í stað þess að rifna upp með rótum.

 

1. Ákvarðaðu innri mörk

Það fyrsta sem þú gerir er að taka mjóan förðunarbursta, bera hann við nefið og beint upp meðfram innri augnkrók eins og sýnt er með línu A. Settu punkt eða strik þar sem burstinn nemur við augabrúnina og gerðu alveg eins hinum megin. Við erum yfirleitt ekki eins báðum megin svo nú ríður á að líta í spegil og skoða vel hvort punkturinn sé jafn, þ.e. hvort nefið sé akkúrat mitt á milli punktanna. Plokkaðu svo þau hár sem standa utan við punktana.

2. Ákvarðaðu ytri mörk

Nú setur þú burstann aftur meðfram nefi og á ská upp meðfram ytri augnkrók eins og sýnt er með línu B. Settu svo punkt þar sem burstinn mætir augabrún og gerðu eins hinum megin. Plokkaðu svo hárin sem standa utan við punktana.

3. Ákvarðaðu þykktina

Dragðu línu með augnblýantinum meðfram neðri brún augabrúnanna þannig að línan sé fyrir ofan hárin sem vaxa á stangli.  Byrjaðu línuna þar sem þær eru þykkastar, og fylgdu náttúrulegu vaxtalagi þeirra til beggja hliða.  Plokkaðu svo hárin sem sitja fyrir neðan línu. Augabrúnirnar ættu nú að vera 7 – 14 mm á þykkt þar sem þær eru þykkastar.

4. Mótaðu bogann

Flestir mæla með að móta línu frá nefi, eins og sýnt er með línu C á mynd, sem nemur við sjáaldrið, þ.e. dökka hringinn í miðju augans og setja punkt þar með augnblýanti. Plokkaðu svo neðstu hárin frá þeim punkti að innri mörkum augabrúna við nefið, A. Þykkt augabrúnanna ætti að vera minnst við þennan punkt en aukast jafnt og þétt svo þykktin sé mest við innri mörkin A.

Birt í samstarfi við

 

Tengt efni: