Fara í efni

Burtu með fílapenslana – DIY skrúbbur fyrir andlitið

Fílapenslar virðast ekki taka tillit til aldurs eða kyns, svo að þessi er mjög góður fyrir ykkur bæði. Ég sjálf hef verslað ótal marga, dýra sem ódýra sem eiga að gera kraftaverk á „no time“. En núna er það liðin tíð. Þessi er mjög góður og þú þarft aðeins 3 hráefni í hann og þú átt það örugglega til í eldhúsinu hjá þér.
Burtu með fílapenslana – DIY skrúbbur fyrir andlitið

Fílapenslar virðast ekki taka tillit til aldurs eða kyns, svo að þessi er mjög góður fyrir ykkur bæði.  Ég sjálf hef verslað ótal marga, dýra sem ódýra sem eiga að gera kraftaverk á „no time“ en finnst ekki virka sem skildi.  En núna er það liðin tíð.  Þessi er mjög góður og þú þarft aðeins 3 hráefni í hann og þú átt það örugglega til í eldhúsinu hjá þér:  

 

  • Haframjöl

  • Matarsódi

  • Safi úr sítrónu

Haframjöl hreinsar auka olíu úr andlitu og hjálpar til að halda svitaholum hreinum.   Matarsódi er góður til að hreinsar svitaholurnar dýpra en haframjöl, fjarlægir dauðar húðfrumur og kemur jafnvægi á húðina.  Sítróna er náttúrlegt bakteríudrepandi og hjálpar þér við að losna við fílapenslana sem valda okkur usla í svitaholum í andlitinu.  Auk þess er mikið magn af C vítamíni í sítrónu sem gefur okkur náttúrulegan ljóma eftir svona andlits skrúbb. 

Aðferð:

Settu ¼ bolla af haframjöli í skál, 1 matskeið af matarsóda og 1 matskeið ferskum sítrónusafa.   Ekki vera hissa þegar blandan „frissar“ aðeins, blanda vel saman með skeið.  Ef þér finnst blandan aðeins of stíf bættu þá örlitlu meira af sítrónusafa.  

Ég sjálf nota þennan skrúbb einu sinni til tvisvar í viku.  Gefur húðinni svo fallegan ljóma.  

Tengt efni: