Fara í efni

7 leyndarmál frá Asíu til að halda í unga útlitið

Þessi grein er skrifuð af Kirby Koo og tekin af mindbodygreen.com
7 leyndarmál frá Asíu til að halda í unga útlitið

Þessi grein er skrifuð af Kirby Koo og tekin af mindbodygreen.com

Það halda margir að amma mín sé mamma mín og mamma sé systir mín. Sem Kínverji fædd í Ameríku þá veit ég að ég er ekki ein um þetta.

Konur frá Asíu eru frægar fyrir að líta út fyrir að vera mörgum árum yngri en þær eru.

Leyndarmálið við að eldast á þokkafullan hátt liggur í lífsstíl Asíubúa ásamt mataræðinu.

Hér fyrir neðan eru 7 ráð sem gætu gefið ykkur smá innblástur.

1. Við drekkum tonn af grænu tei.

Grænt te er stútfullt af andoxunarefnum og ætti að vera hluti af mataræði allra.

2. Soja er stór hluti af mataræðinu.

Prótein úr plönturíkinu er afar vinsælt um þessar mundir en við höfum verið að fá okkar prótein úr soja í ansi margar aldir. Prufaðu Miso, tofu, edamame og soja sósu- allt mjög hollt og gott og þetta kryddar líka matseldina.

3. Við hreyfum okkur mikið.

Í stórborgum sem eru troðfullar af fólki eins og t.d Hong Kong þá notum við almenningssamgöngur því það er fljótlegra en að nota bílinn. Þetta þýðir að við löbbum mikið á hverjum degi sem heldur okkur í formi.

4. Sólin er ekki okkar vinur.

Ég viðurkenni að sumir taka þetta með sólina ansi langt. Fólk gengur um með regnhlífar og hatta og tonn af sólarvörn á andliti og þar sem sést í bert skinn.

5. Eftirréttir eru venjulega bara ferskir ávextir.

Ólíkt hinum vestræna heimi að þá fáum við okkur ávexti í eftirrétt og þá alltaf ferska. Ef við viljum hafa eftirréttinn sérstaklega fínan þá skellum við hnetum og tofu saman við. Þetta er hollara en kökusneið eða full skál af ís.

6. Við elskum engifer.

Á pönnuna, í súpur og te – við elskum engifer. Engifer örvar blóðrásina, styrkir ónæmiskerfið og er jafnvel talið auka á kynorkuna.

7. Við neytum helst ekki mjólkurvara.

Mjólkurvörur eru afar sjaldgæfar í Asísku mataræði. Það eru margar ástæður fyrir því af hverju fólk ætti að sleppa mjólkurvörum og hér er t.d ein, mjólkin var framleidd af kú sem vegur ansi mörg kíló til að hún gæti fætt sitt afkvæmi svo það næði sömu stærð og þyngd. Það er miklu hollara að drekka hrísgrjónamjólk eða möndlumjólk sem dæmi.

Einnig nota Asíubúar mikið af óhefðbundnum lækningum og nota helst ekki verksmiðjuframleidd lyf.