
Minna er rætt um grindarbotnsæfingar karla.
Flestir hafa heyrt um grindarbotnsæfingar kvenna, en minna er rætt um grindarbotnsæfingar karla.
Tvær góðar æfingar frá Þórhöllu:
- Vera á fjórum fótum og til skiptis setja kryppu á bak og aðeins fettu. Þegar þú færir bakið í kryppu þá skalt þú ímynda þér að hreyfingin komi frá grindarbotninum og þú spennir setbeinin eins vel saman og þú getur. Þegar þú ferð til baka með bakið í fettu skalt þú líka ímynda þér að hreyfingin komi frá grindarbotninum og þú færir setbeinin í sundur. Þetta virkjar þá grindarbotnsvöðva sem liggja þvert á milli setbeinanna og eru með festur frá setbeinum og út í lífbein og rófubein.
- Liggja á baki og lyfta mjöðmum frá gólfi. Ímyndaðu þér að það sé spotti sem festur er í rófubein. Þegar þú lyftir mjöðmunum upp þá er tilfinningin eins og togað sé í spottann og því lyftist þú frá gólfi. Þegar þú ferð niður reynirðu að finna eins og slakað sé á spottanum. Það sem þetta gerir er að virkja þá vöðva sem hafa festur á rófubeini og fram í lífbein.
Svo er gott að gera hnébeygju með eigin líkamsþyngd og finna hreyfinguna með því að pressa saman setbeinin þegar þú lyftir upp og að draga þau í sundur þega þú sest aftur.
Það eru til margar góðar æfingar fyrir grindarbotninn en kannski er mikilvægast að vera meðvituð/aður um þennan vöðvahóp í öllum hreyfingum t.d. í göngu og skokki.
Áhugaverðar upplýsingar um þetta efni er einnig að finna hér á sprengur.is
Þórhalla Andrésdóttir
World Class ráðgjafi
Athugasemdir