Fara í efni

Kynþroski stráka

Kynþroski hefst yfirleitt á aldrinum 9-15 ára. Þótt þú þroskist seinna er það ekkert merki um að þú verðir ekki eins mikill karlmaður og aðrir. Það er heldur ekkert víst að þú ljúkir þínum kynþroska seinna en þeir sem hófu þetta þroskaskeið fyrr.
Kynþroski stráka
Kynþroski stráka

Kynþroski hefst yfirleitt á aldrinum 9-15 ára. Þótt þú þroskist seinna er það ekkert merki um að þú verðir ekki eins mikill karlmaður og aðrir. Það er heldur ekkert víst að þú ljúkir þínum kynþroska seinna en þeir sem hófu þetta þroskaskeið fyrr.

Strákar þroskast misjafnlega hratt. Flestir ná fullum kynþroska á aldrinum 15-18 ára.

Kynfærin.

Nöfn yfir kynfæri karla hafa öfugt við kynfæri kvenna yfirleitt frekar jákvæða merkingu. Flest þeirra eru tákn um karlmennsku og krafta.

Typpið.

Inni í typpinu er þvagrásin sem þjónar tvennum tilgangi:

- Flytur þvag út úr líkamanum

- Flytur sæði út úr líkamanum

Þegar þú örvast kynferðislega þýtur blóð fram í typpið og þér stendur. Eðlilegt er að eistu og pungur byrji að þroskast og stækka á undan typpinu. Þegar typpið er að þroskast lengist það fyrst og þykknar seinna.

Pungurinn.

Hann hylur eistun. Pungurinn dökknar þegar eistun þroskast. Skinnið á honum verður krumpað. Á honum vex ekki mikið hár.

Eistun.

Sæðisfrumur myndast í eistum. Þegar þú eldist byrja eistun að mynda sæðisfrumur og stækka. Eistun eru tvö, hvort sínum megin í pungnum. Þau eru mjög viðkvæm. Það er mjög eðlilegt að annað eistað stækki hraðar en hitt og hangi neðar. Þegar þú hefur náð fullum þroska ættu bæði eistun að hafa náð sömu stærð. Þau geta líka færst úr stað, það sem var fyrir ofan gæti endað fyrir neðan.

Blöðruhálskirtill.

Hann framleiðir vökva með næringarefni fyrir sáðfrumur. Blöðruhálskirtillinn stækkar með aldrinum.

Sáðrásir.

Þær flytja sáðfrumur úr eistum. Í sáðrásum blandast þær sæðisvökvanum og synda út.

Sáðblöðrur.

Þær búa til vökvann sem gerir sáðfrumum kleift að synda út úr líkamanum. Þess vegna eru sáðfrumur með hala.

Umskurður.

Sumir strákar eru umskornir þegar þeir eru ungbörn. Það þýðir að forhúðin, lausa skinnið fremst á typpinu, er skorið burt. Stundum er þetta gert af trúarlegum ástæðum, múslimar og gyðingar umskera litla stráka. Sums staðar er umskurður helgiathöfn og/eða víglsa í heim hinna fullorðnu.

Það er ekkert algengt að strákar séu umskornir á Íslandi en stundum þarf að gera það af heilsufarslegum ástæðum, til dæmis ef forhúðin er of þröng. Ef þú hefur verið umskorinn breytir það engu um hvernig typpið virkar eða þroskast.

Blautir draumar.

Það er eðlilegt að strákar hafi sáðlát í svefni. Allir strákar lenda í því en það eldist venjulega af þeim. Ekki er nauðsynlegt að deyma kynferðislega drauma til þess að fá sáðlát, það bara gerist, sæðið þarf að komast út úr líkamanum. Það getur fækkað blautu draumunum að fróa sér reglulega.

Röddin - Mútur.

Á kynþroskaaldrinum lengjast og þykkna raddböndin í strákum með þeim afleiðingum að röddin verður dýpri og lægri.

Stundum gerist þetta hægt og stigvaxandi svo að þú lendir ekki í neinum vandræðum með röddina og enginn tekur eftir því fyrr en þú ert allt í einu orðinn dimmraddaður. Hjá öðrum gerist þetta hraðar og breytingin verður augljósari. Þú getur á meðan þetta gerist átt von á því að röddin bregðist öðru hverju, þú verður allt í einu skrækróma.

Þetta virðist alltaf gerast þegar mest liggur við, til dæmis ef þú ert að tala við stelpuna sem þú ert hrifinn af. Þetta líður hjá (þú verður ekki skrækróma það sem eftir er). Þú getur fylgst með þessum þroska á barkakýlinu, það verður stærra og meira áberandi þegar raddböndin þroskast.

Lykt.

Á unglingsárunum svitnar þú heil ósköp og lyktin er ekki alltaf góð. Þú svitnar mest undir höndum og á kynfærum þar sem þér vex hár. Þetta er eðlilegt og eina ráðið er að fara daglega í sturtu og skipta reglulega um föt. Drullugir sokkar eru ekki aðlaðandi.

Þú getur notað svitalyktareyði undir hendur (ekki gott að nota hann á kynfæri). Þrífðu kynfærin á hverjum degi og skiptu um nærbuxur.

Nokkrar staðreyndir um typpi:

-  Þegar strákum stendur er lítill munur á stórum og litlum typpum.

-  Það er ekki hægt að pissa og fá það á sama tíma.

-  Lítil typpi virka alveg jafnvel í kynlífi.

-  Typpastærð er ekki aðalatriðið við að fullnægja stelpu - svæðið sem ertir stelpur mest   er rétt innan við leggangaopið (fyrir utan snípinn sem er auðvitað næmastur) og það þarf ekki risatyppi til að ná þangað.

-  Typpi eru mjög ólík, að stærð, lögun og lit (hættu svo að bera þitt saman við allra hinna)

-  Meðalstærð typpa hjá fullorðnum karlmönnum er 10-17 cm.

-  Klámmyndastjörnur eru ekki eðlilegar fyrirmyndir.

-  Stelpum er alveg saman þótt þú sért ekki með risastórt typpi.

Ef eistun hafa ekki byrjað að stækka þegar þú ert 14 ára þá skaltu ræða við lækni.

Grein fengið af www.doktor.is og hana má lesa HÉR.

 

Könnun

Hvaða hreyfingu stundar þú?