Spaghetti Bolognese

Spaghetti Bolognese
Spaghetti Bolognese

Spaghetti Bolognese

Undirbúningur 10 mín. Eldunartími 30 mín og getur verið allt að 3 tímar.

Fyrir 4

350 g spaghetti

400 g nautahakk

2 laukar

1 kg vel þroskaðir íslenskir tómatar eða 2 krukkur af maukuðum tómötum

1 dl vatn

140 g tómat-paste

100 g íslenskar gulrætur, smátt skornar (eru sætari en innfluttar og mun betri í uppskriftina)

2 hvítlauksgeirar

ólífuolía eða ISIO 4

oregano krydd

basilika

salt og pipar


Aðferð:

Saxið laukinn og hvítlaukinn smátt.

Setjið 1 msk af ólífuolíu eða hitaþolna olíu á pönnuna og hitið.

Setjið laukinn á meðalheita pönnuna og steikið þar til laukurinn er mjúkur.

Bætið nautahakkinu á pönnunaog brúnið.

Setjið gulræturnar saman við (þær eru notaðar til að sæta uppskriftina og koma í stað sykurs eða hunangs sem yfirleitt er notað í hefðbundnum uppskriftum).

Skerið tómatana í bita og setjið þá í pott (eða tómatana úr dós/krukku til að stytta eldunartímann) 

Hitið á meðalhita og bætið tómat-pastinu, vatni, smátt söxuðum hvítlauk, oregano og basiliku út í og hrærið vel í

Látið suðuna koma upp og lækkið svo undir, bætið kjötinu með lauknum og gulrótunum af pönnunni út í pottinn og látið krauma undir loki í 30 mínútur til 2 tíma. Hér væri svo gott að finna til annað grænmet s.s. blómkál, spergilkál, papriku, sætar kartöflur eða hvað annað sem ykkur dettur í hug.  Skerið smátt og látið malla með. Það er betra að láta þessa uppskrift krauma lengi á vægum hita,  sérstaklega ef notaðir eru hráir tómatar.

Þegar um 15 - 20 mínútur eru eftir af eldunartímanum er tímabært að sjóða spaghetti. Takið pott og setjið í hann um 3 L af vatni, bætið við 1 msk af ólífuolíu og 1 tsk af salti.

Látið suðuna koma upp, bætið svo 350 g af heilhveiti spaghettíi eða heilhveiti spelt spaghettí út í og látið sjóða við meðalhita í 10-11 mínútur. Blandið svo öllu saman í stóra skál

Þessa uppskrift er mjög sniðugt að setja í blandara og gefa börnum frá ca 9 mánaða. Passið bara að sleppa salti og pipar.

Hægt er að kaupa glútensnautt pasta, eins maís- eða bókhveiti pasta.

Höfundur Stefanía Sigurðardóttir


Athugasemdir

Svæði

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré