Fara í efni

Glútensnautt brauð

Þessi uppskrift er alveg einstaklega góð og ekki síst fyrir þær sakir að brauðið molnar mjög lítið. Það þornar þó fljótt eins og glútensnautt brauð gerir gjarnan og því gott að skera það strax í sneiðar og setja inn í fyrsti ef ekki á að borða það allt strax. Þessa uppskrift fékk ég af síðunni krakkamatur.blogspot.com og get ég vel mælt með þeirri síðu, sérstaklega fyrir þá sem þurfa að elda glúten-, mjólkur- og reyrsykurlausan mat.
Glútensnautt brauð

Glútensnautt brauð

Þessi uppskrift er alveg einstaklega góð og ekki síst fyrir þær sakir að   brauðið  molnar mjög lítið. Það þornar þó fljótt eins og glútensnautt brauð gerir gjarnan og því gott að skera það strax í sneiðar og setja inn í fyrsti ef ekki á að borða það allt strax.  Þessa uppskrift fékk ég af síðunni krakkamatur.blogspot.com og get ég vel mælt með þeirri síðu, sérstaklega fyrir þá sem þurfa að elda glúten-, mjólkur- og reyrsykurlausan mat.

 


300 g hrísmjöl (rice flour)
100 g kartöflumjöl
50 g tapicoamjöl
50 g bókhveiti eða Gram (kjúklingabauna) hveiti
50 g sesamfræ
50 g sólblómafræ
1/2 tsk salt
3 msk vínsteins lyftiduft
290ml af hrísgrjónamjólk* (eða soyamjólk)
80 g eplamauk
1 tsk edik
2 egg eða samsvarandi af eggjalíki
4 msk olía (má sleppa ef ætlunin er að borða það nýbakað en það frystist illa án olíunnar)

Aðferð:

Blandið þurrefnum saman í stóra skál.

Setjið blautefnin í aðra skál eða annað ílát.

Blandið svo öllu saman í eina skál og hnoðið deigið létt saman

Setjið brauðið í smurt brauðform og bakið í 50 mínútur við 200°C.

Leyfið brauðinu að kólna áður en það er skorið.


Höfundur Stefanía Sigurðardóttir