Fara í efni

Bæklingur um fæðuofnæmi

Endurgerð hins vinsæla bæklings um fæðuofnæmi hefur litið dagsins ljós.
Fæðuofnæmi geta verið banvæn
Fæðuofnæmi geta verið banvæn

Bæklingur um fæðuofnæmi

Endurgerð hins vinsæla bæklings um fæðuofnæmi hefur litið dagsins ljós. Bæklingurinn er samvinnuverkefni Astma og Ofnæmisfélags Íslands og Glaxo Smith Kline. Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, barnalæknir og sérfræðingur í ofnæmis- og ónæmissjúkdómum á Landspítalanum og Kolbrún Einarsdóttir næringarráðgjafi á Landspítalanum eru höfundar bæklingsins en nutu aðstoðar Björns Árdals barnalæknis og sérfræðings í ofnæmis- og ónæmissjúkdómum og Fríðu Rúnar Þórðardóttur næringarráðgjafa og næringarfræðings á Landspítalanum.

Bæklingnum verður dreift á heilsugæslustöðvar og á læknastofur í gegnum Distica sem er dreifingarfyrirtæki Glaxo Smith Kline auk þess sem allir sem kaupa uppskriftabókina Kræsingar sem Astma- og ofnæmisfélag Íslands gefur út í samvinnu við OPNU bókaútgáfu fá bæklinginn í kaupbæti.

Bæklinginn má einnig nálgast á skrifstofu Astma- og Ofnæmisfélags Íslands í Síðumúla 6

eða með því að senda póst á ao@ao.is