Astma- og ofnćmisfélag Íslands 40 ára

Astma- og ofnćmisfélag Íslands 40 ára
Astma- og ofnćmisfélag Íslands 40 ára

Stiklađ á stóru um sögu og starf félagsins:

Stofnun félagsins
Ţann 16. apríl áriđ 1974 voru stofnuđ á Hótel Sögu Samtök astma- og ofnćmissjúklinga, sem frá og međ miđju ári 2013 heita Astma- og ofnćmisfélag Íslands, hér eftir nefnt AO. Félagiđ átti ţví 40 ára afmćli 16. apríl síđastliđinn. Félagsmenn voru í upphafi 160 talsins sem telja mátti mjög gott á ţeim tíma en félagafjöldinn nú telur um 950 manns. Ţađ er ţví ljóst ađ mikil ţörf var og er ađ stofnun og framgangi félagsins. Frumkvćđiđ ađ stofnun ţess hafđi Hjördís Ţorsteinsdóttir, sem síđan átti sćti í fyrstu stjórn ţess ásamt Magnúsi Konráđssyni, formanni, Orla Nielsen, Ingibjörgu Jónasdóttur og Tryggva Ásmundssyni.



Tilgangurinn međ stofnun félagsins

Međ stofnun félagsins varđ vakning međal landsmanna um ađ međ samstilltu átaki vćri hćgt ađ ná fram hagsbótum til handa ţeim sjúklingum sem haldnir voru astma og ofnćmi. Ţađ ţótti af ýmsum ástćđum rétt ađ sameina ţessa sjúklingahópa í einu félagi, enda ýmislegt sameiginlegt međ sjúkdómunum.  Ţannig var líka fyrirkomulagiđ hjá nágrannaţjóđum okkar.   

Í undirbúningi ađ stofnun AO var einnig litiđ til ţess, ađ sem eitt félag gćti ţađ öđlast sjálfstćđa ađild ađ SÍBS, Sambandi íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, en fram ađ ţví höfđu ađeins astmasjúklingarnir getađ haft ţar ađild í gegnum gömlu berkladeildirnar. Ráđgast hafđi veriđ um ţetta viđ stjórn SÍBS sem sýndi málinu mikinn áhuga og veitti ýmsan mikilvćgan  stuđning í orđi og verki.

Astma- og ofnćmisfélagiđ hluti af SÍBS
Stjórn SÍBS tók síđan formlega inngöngubeiđni AO fyrir á stjórnarfundi ţann 13. janúar áriđ 1975 og samţykkti hana. Ţessi ákvörđun leiddi til ţeirrar breytingar á nafni SÍBS ađ skotiđ var inn í nafniđ orđunum „-og brjóstholssjúklinga“, ţó ađ hin ţekkta skammstöfun, SÍBS, héldist áfram. Ţađ var ţó ekki fyrr en á 20. ţingi SÍBS áriđ 1996, ađ innganga AO var raungerđ og fékk félagiđ ţá einn mann kjörinn í varastjórn SÍBS. Á 21. ţingi SÍBS fékk félagiđ tvo menn kjörna í varastjórn. Eftir ţađ hafa fulltrúar AO ávallt setiđ í stjórn SÍBS og félögin átt mikiđ og gott samstarf.

Ađsetur og starfsemi
Félagiđ hefur lengst af haldiđ opinni skrifstofu fyrir félagsmenn, sem ýmsir störfuđu á fram til aldamótanna. Síđast en ekki síst ber ađ nefna úr ţeim hópi hjúkrunarfrćđinginn, Tonie Gertin Sörensen, sem hefur veitt skrifstofu félagsins forstöđu í um ţađ bil 13 ár. Skrifstofa AO er í húsakynnum SÍBS ađ Síđumúla 6 í Reykjavík en ţar eru jafnframt höfuđstöđvar SÍBS og ađsetur annarra ađildarfélaga ţess. Félagiđ hefur einn starfsmann í vinnu, á mánudögum frá kl. 9 til 15, og sinnir starfsmađurinn, sem er menntađur hjúkrunarfrćđingur, almennum skrifstofustörfum en einnig og ekki síđur mikilvćgt, faglegri ráđgjöf til skjólstćđinga félagsins. Ţađ er ómetanlegt fyrir félagiđ ađ hafa svo góđan starfsmann sem sinnir slíkri ráđgjöf og ţjónustu og stuđningi viđ félagsmenn.

Helstu verkefni
Í áranna rás hefur AO sinnt fjölmörgum verkefnum félagsmönnum sínum og ţjóđinni allri til hagsbóta. Í öndverđu annađist félagiđ til dćmis súrefnis- og loftgćđaţjónustu fyrir ţá sem á ţurftu ađ halda. Í ţví verkefni fólst ađ flytja heim til ţeirra súrefnishylki og ađ útvega öndunarvélar og lofthreinsitćki ásamt ţví ađ veita ráđgjöf á ţessu sviđi. SÍBS tók síđan viđ súrefnisţjónustunni, sem á endanum fćrđist á hendur ríkisvaldsins ţar sem ţetta brýna verkefni átti vitaskuld heima eins og hver önnur heilbrigđisţjónusta. AO hefur auk ţess sinnt fjölmörgum brýnum verkefnum í gegnum tíđina, einkum á sviđi frćđslu um ţessa sjúkdóma og hvernig sé hćgt ađ bćgja ţeim frá eđa ađ ráđleggja  um ţađ hvernig hćgt er ađ njóta lífsins sem best, ţrátt fyrir ţá langvinnu hömlun sem ţeim fylgir. Má hér nefna ađ framan af hélt AO mánađarlega frćđslufundi, sem voru mjög fjölsóttir. Fagfólk á heilbrigđissviđi flutti á fundunum frćđsluerindi og svarađi áleitnum spurningum sjúklinga. Samhliđa ţessu gaf félagiđ reglubundiđ út fjölrituđ fréttablöđ, sem síđar urđu ađ vönduđum og frćđandi tímaritum, sem komu út tvisvar til ţrisvar á ári. Bćkling um sjúkdómana hefur félagiđ gefiđ út í samvinnu viđ ýmis fyrirtćki nú síđast GlaxoSmithKline sem hefur stutt AO međ ráđ og dáđ viđ endurútgáfu á bćklingum um fćđuofnćmi, frjóofnćmi, astma hjá börnum og fullorđnum, astma og íţróttir og exem. Einnig er ástćđa til ađ nefna leiđbeiningarrit, međal annars til skólanna, um tíđni og eđli sjúkdómanna og hvađ varast skal gagnvart ţeim börnum sem ţá hafa. Loks má nefna ýmislegt myndgert og skrifađ frćđsluefni um sjúkdómana og leiđbeiningar, sem nálgast má á skrifstofu AO og ađ nokkru á ađgengilegri og vandađri heimasíđu félagsins og öđrum vefsíđum, ţar á međal á vef Námsgagnastofnunar og Heilsutorg.is. Sumt af myndgerđu efni félagsins hefur enn fremur veriđ sýnt í sjónvarpi. Nýveriđ gaf félagiđ svo út matreiđslubókina, Krćsingar, sem formađur félagsins, Fríđa Rún Ţórđardóttir, hafđi veg og vanda af ađ ţýđa og stađfćra. Ţetta er afar hentug og ţćgileg bók í góđu bandi, sem lýsir í senn listilegri og lystilegri matargerđ án notkunar ţekktra ofnćmisvaldandi efna.

Lungnabíllinn áriđ 1994
Á 20 ára afmćli félagsins, stóđ stjórn ţess fyrir ţví ađ fenginn var til landsins, ađ láni frá danska systurfélaginu Astma-Allergi Forbund, danskur lungnabíll. Fór ţáverandi formađur, Hannes B. Kolbeins međ bílinn í 13 daga hringferđ um landiđ ásamt lćknum og hjúkrunarfrćđingum. Í ferđinni voru um 1500 manns rannsakađir og fengin frá ţeim svör á spurningalista, sem síđar var unniđ úr og niđurstöđur bornar saman viđ fyrri rannsóknir. Auk stuđnings dönsku systursamtakanna, styrktu ţetta verkefni SÍBS, ÖBÍ, Medic Alert og lyfjafyrirtćkiđ GlaxoSmithKline. Auk hinnar vísindalegu gagnsemi ferđarinnar, leiddi hún líka til nokkurrar fjölgunar félagsmanna.



Stjórnarmál og formenn

Frá upphafi sátu lćknar í stjórn AO, einn hverju sinni. Fyrstur ţeirra var Tryggvi Ásmundsson, sem var sérfróđur um astma og veitti stjórninni mjög gagnlega ráđgjöf á sviđi sinnar ţekkingar. Síđan komu inn í stjórnina lćknarnir Björn Árdal og Davíđ Gíslason, báđir sérmenntađir á ţeim sjúkdómssviđum sem félagiđ helgađi starf sitt, Björn á sviđi astma og Davíđ á sviđi ofnćmis. Átti félagiđ eftir ađ njóta stjórnarstarfa og ţekkingar ţessara ţriggja forvígismanna um langt skeiđ. Lćknum starfandi á ţessum sérsviđum fór svo fjölgandi og átti félagiđ eftir ađ njóta nýrrar ţekkingar ţeirra og ráđgjafar um áratugi, eftir ađ ţeir Tryggvi, Björn og Davíđ létu af stjórnarstörfum. Öllum ţessum lćknum, sem og öđrum stjórnarmönnum, verđur seint fullţakkađ allt ţeirra góđa framlag til starfa félagsins og ţroska ţess.  

Formenn AO eru í tímaröđ:
Magnús Konráđsson        1974-1979
Hjörtur Pjetursson            1979-1981
Björn Ólafur Hallgrímsson    1981-1982
Andrés F. Sveinsson        1982-1983
Harald Holsvik            1983-1984
Stefán Ólafsson            1984-1987
Hannes B. Kolbeins        1987-1998
Sólveig Aradóttir            1998-1999
Ingólfur Harđarson        1999-2000
Dagný Erna Lárusdóttir        2000-2007
Sigmar Bent Hauksson        2007-2012
Fríđa Rún Ţórđardóttir        2013-


Fjármögnun starfseminnar og ţjónusta viđ félagsmenn
Eini fasti tekjustofn félagsins eru félagsgjöldin, sem er mjög stillt í hóf. Mjög mikilvćgt er fyrir rekstur félagsins, ađ ţau séu greidd skilvíslega. Fyrir ţátttöku sína fá félagsmenn margháttađa og dýrmćta ţjónustu. Félagiđ er öflugur málsvari félagsmanna út á viđ, bćđi gagnvart ríkisvaldinu og öđrum og tekur stjórn og skrifstofa félagsins viđ nokkrum fjölda erinda um yfirlestur og ráđgjöf á sviđi reglugerđa- og lagasetningar hjá ríkisvaldinu. Rekin er skrifstofa, sem sinnir ţeim sem ţangađ leita og veitir alls kyns ráđgjöf til ţeirra, sem á hjálp ţurfa ađ halda. Haldiđ er úti öflugri heimasíđu međ fróđleik fyrir sjúklinga og ađstandendur ţeirra. Tímarit félagsins flytur ýmsar félagsfréttir og einnig vandađar greinar heilbrigđisstarfsfólks, ţar sem fjallađ er um astma, ofnćmi og undirflokka, svo sem fćđuóţol, fćđuofnćmi og fleira. Öđru hvoru berast svo félaginu styrkir og gjafir, sem koma ađ góđum notum. Félagsmönnum hefur veriđ útvegađur ágćtur afsláttur af lyfjum hjá Lyfjavali sem er ómetanlegur stuđningur ţví lyfjakostnađur er gríđarlega stór liđur í árlegum útgjöldum ţeirra sem eiga viđ langvinna sjúkdóma ađ stríđa.

Styrktarsjóđur félagsins
Á vegum félagsins er rekinn styrktarsjóđur, sem oft hefur veriđ veitt úr til ţarfra vísindarannsókna og endurmenntunar. Ţörf er orđin á ţví ađ bćta fé í sjóđinn til ađ styrkveitingar geti komiđ ađ sem bestum notum samkvćmt tilgangi hans. Veriđ er ađ vinna í breytingum á styrktarsjóđnum sem leitt gćti til eflingar styrkveitinga í framtíđinni. Ástćđa er til ađ minna félagsmenn á falleg minningarkort sjóđsins, ţegar senda ţarf samúđarkveđjur.



Styrktarađilar og velunnarar

Astma- og ofnćmisfélag Íslands á sér fjölda bakhjarla sem styđja viđ starfsemi ţess međ ýmsum hćtti, faglegri ráđgjöf jafnt sem fjárframlögum sem er jafn dýrmćtt. Fćr félagiđ seint ţakkađ ţessum ađilum og vonast eftir áframhaldandi samstarfi á komandi árum.

Framtíđarsýnin
Astma- og ofćmisfélag Íslands hefur sterka og víđa framtíđarsýn. Félagiđ hefur á ađ skipa miklum mannauđi og virkri og athafnasamri stjórn sem hefur ţađ ađ markmiđi ađ efla félagiđ međ ţví ađ fjölga félagsmönnum og standa ađ góđri  og virkri frćđslustarfsemi. Slík frćđslustarfsemi ţarf ađ taka miđ af framţróun í lćkna- og lyfjavísindum og hinni öru tćkniţróun sem á sér stađ á öllum sviđum vísinda og fjölmiđlunar.

Viđ lítum björtum augum til framtíđarinnar!

Fyrir hönd stjórnar Astma- og ofnćmisfélags Íslands

Fríđa Rún Ţórđardóttir, formađur
Björn Ólafur Hallgrímsson, varamađur í stjórn


Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré