Fara í efni

UPPSKRIFT: Frönsk antipasti

UPPSKRIFT: Frönsk antipasti

Salatdiskur með skemmtilegu ívafi. 

Grand salat:

3-4 íslenskir tómatar, vel þroskaðir
1-2 íslenskar paprikur, ferskar eða grillaðar
2 – 3 harðsoðin egg
½ höfðingi, dala-brie eða annar ostur
hráskinka eða annað kjötálegg í sneiðum
grænar eða svartar ólífur
½ knippi fersk basilika
nýmalaður pipar
sjávarsalt



Salatið rifið sundur í blöð, þvegið og þerrað og síðan er blöðunum raðað á stóran, kringlóttan disk eða fat. Tómatarnir skornir í báta, paprikurnar í ræmur og eggin í báta. Osturinn í bita. Öllu raðað ofan á salatblöðin og basilikuknippi sett í miðjuna. Kryddað með pipar og sjávarsalti og berið fram með nógu af góðu brauði, annað hvort sem forréttur eða léttur aðalréttur.

Höfundur uppskriftar:
Nanna Rögnvaldardóttir