Fara í efni

Tortillavefjur með chili con carne og smjörsteiktum baunum með kóríander

Hér er nú enn ein snilldar uppskriftin frá henni Önnu Boggu á Foodandgood.is
Tortillavefjur með chili con carne og smjörsteiktum baunum með kóríander

Hér er nú enn ein snilldar uppskriftin frá henni Önnu Boggu á Foodandgood.is

Tortillavefjur með chili con carne og smjörsteiktum baunum með kóríander.

Chili con carne hráefni: 

500 gr nautahakk 
4 msk olía
2½ tsk salt
1 tsk svartur pipar
2 tsk chilipipar (hot)
1 stór rauðlaukar
3 hvítlauskrif
1 dós hakkaðir tómatar
10 - 15 stk erskir kirsuberjatómatar
1(2 dl chilisósa
2 tsk paprikukrydd
1 tsk sambal oelek 
1 tsk cummin

Steikið nautahakkið og kryddið með salti, pipar og chilipipar. Afhýðið og hakkið lauk og hvítlauk og steikið í olíu. Setjið í pönnuna með nautahakkinu. Setjið hakkaða tómata, heila kirsuberjatómata og chilisósu í pottinn og hrærið öllu saman. Kryddið með paprikukryddi, cummin og sambal oelek. Látið sjóða í 12 - 15 mínútur.

Smjörsteiktar baunir:

50 g smjör
1 dós rauðar nýrnabaunir
1 laukur
2 hvítlauksrif
1/2 lúka ferskur kóríander
1 1/2 tsk cummin

Saxið laukinn og hvítlaukinn smátt. Bræðið smjör á pönnu og léttsteikið laukinn og hvítlaukinn. Bætið kóríander og cummin saman við og síðast baununum. Hitið í nokkrar mín.

Hitið tortillurnar á pönnu. Látið chili con carne á tortillurnar og rúllið upp. Penslið tortillurnar með olíu og stráið rifnum osti yfir. Bakið í 200°c heitum ofni í um 15 mínútur er það til tortillurnar eru orðnar stökkar.

Berið fram með tortillavefjunum, baunaréttinn, sýrðan rjóma, ostasósu og salat.

Njótið dagsins!

Uppskrift af Facebook síðu foodandgood.is