Fara í efni

Topp 10 vítamín sem henta vel fyrir konur

Konur í dag eru meira meðvitaðar um hversu mikilvægt það er að huga vel að heilsunni en þær voru hér á árum áður.
Topp 10 vítamín sem henta vel fyrir konur

Konur í dag eru meira meðvitaðar um hversu mikilvægt það er að huga vel að heilsunni en þær voru hér á árum áður.

Heilbrigt mataræði, ásamt réttri samsetningu af vítamínum skiptir miklu máli.

Konur á öllum aldri, þyngd og hversu mikla hreyfingu þær stunda þurfa að huga að því að rétt inntaka af vítamínum yfir daginn skiptir miklu máli. Það sem þú færð ekki nóg af úr fæðunni, má bæta upp með vítamínum.

Hér fyrir neðan er listi yfir 10 mikilvæg vítamín fyrir konur.

A-vítamín

Í A-vítamíni má finna andoxunarefni. Konur á öllum aldri þurfa A-vítamín. A-vítamín byggir upp og styrkir bein, tennur, vefi, húð og fleira. Einnig er A-vítamín afar gott til að vinna gegn hvers kyns krónískum sjúkdómum, það bætir sjónina, hægir aðeins á öldrunareinkennum og eflir ónæmiskerfið.

Matur sem er ríkur af A-vítamíni eru gulrætur, cantaloupe melónur, grasker, apríkósur, tómatar, vatnsmelónur, guava, brokkólí, grænkál, papaya, ferskjur, rauð paprika, spínat, egg, lifur, mjólk og sum morgunkorn.

B2-vítamín

Betur þekkt sem riboflavin þá er B2-vítamín nauðsynlegt fyrir heilsuna. Það styður við eðlilegan vöxt og brennslu. Það eflir orkuna og styrkir ónæmiskerfið. Einnig er B2 mjög gott til að draga úr einkennum doða, kvíða, stressi og ofþreytu.

Vöntun á B2-vítamíni getur haft áhrif á brennslu í líkamanum og veikt ónæmiskerfið. Einnig getur vöntun á því orsakað augnsjúkdóma, sár í munni, mikinn varaþurrk, þurrt hár, hrukkur og kláða í húð.

Matur sem er ríkur af B2-vítamíni eru kjöt, ostur, mjólk, jógúrt,grænt grænmeti, egg, gróft korn, sojabaunir, möndlur, hnetur og sveppir.

B6-vítamín

Einnig þekkt sem pyridoxine er mjög nauðsynlegt fyrir heilbrigt ónæmiskerfi. Þetta vítamín hjálpar líkamanum að framleiða hormóna og efni sem styrkja heilann. Einnig getur það dregið úr einkennum þunglyndis, hjartasjúkdómum og minnisleysi. Ófrískar konur geta borðað mat sem er ríkur af B6-vítamíni til að losna við morgunógleðina. Skortur á B6 getur orsakað blóðleysi.

Besti matur til að borða og ná sér í B6 eru avókadó, bananar, kjöt, baunir, fiskur, hafrar, hnetur, fræ og þurrkaðir ávextir.

B7-vítamín

Einnig þekkt sem biotin og er mikilvægt þegar kemur að vexti fruma. Þetta vítamín heldur svitakirtlum, hári og húð heilbrigðu. Biotin er afar gott til að sporna við hárlosi og það styrkir neglurnar.

Besti matur til að ná sér í B7 eða biotin eru fiskur, sætar kartöflur, möndlur, gulrætur, bananar, gulir ávextir, grænt laufgrænmeti, brún hrísgrjón, eggjarauður, sojabaunir, hafrar, mjólk, ostur, jógúrt og hnetur.

B9-vítamín

Betur þekkt sem fólín sýra er mjög nauðsynleg fyrir allar konur. Fólín sýra getur varið þig gegn hjartasjúkdómum, háum blóðþrýstingi Alzheimer, þunglyndi, krabbameini og minnisleysi. Einnig eykur fólín sýra virkni í heila og frumum og eykur frjósemi og mælt er með því að konur taki fólín sýru á meðgöngu.

Skortur á fólín sýru hjá ófrískum konum getur orsakað fósturgalla.

Matur ríkur af fólín sýru eru grænt laufgrænmeti, appelsínur, aspas, melónur, jarðaber, baunir og egg.

B12-vítamín

Enn eitt mikilvægt vítamín fyrir konur er B12. Það stuðlar að heilbrigðum frumum sem dæmi. Þetta vítamín er einnig afar gott gegn blóðleysi.

Einnig er talað um að B12 geti spornað við þunglyndi og það hjálpar taugum og heila að vinna á eðlilegan hátt. Skortur á B12 getur orsakað pirring, þunglyndi og fleira. Einnig getur skortur á B12 orsakað bólgur í munni og á tungu.

Besti matur til að ná í B12 eru egg, ostur, fiskur, kjöt, mjólk, jógúrt og hollt morgunkorn.

C-vítamín

Þekkt fyrir að efla ónæmiskerfið, en C-vítamín hefur einnig fleiri kosti. Það hjálpar til við að efla framleiðslu á vefjum og dregur úr áhættu á mörgum krabbameinum. Einnig styrkir það hjartað og gerir við skemmda vefi. Það er einnig í stóru aðal hlutverki þegar kemur að framleiðslu á rauðu blóðkornunum.

Matur sem er ríkur af C-vítamíni eru brokkólí, vínber, kiwi, appelsínur, paprika, jarðaber, spírur og tómatar.

D-vítamín

Þetta vítamín er fituleysanlegt vítamín sem vinnur með kalk upptöku í líkamanum. En eins og allir vita þá er kalk mikilvægt fyrir beinin. D-vítamín getur einnig dregið úr áhættunni á Mænusiggi, gigt og ýmsum tegundum af krabbameini.

Skortur á D-vítamíni getur veikt beinin og orsakað þannig beinþynningu. Gott er að reyna að ná í D-vítamín úr sólinni. Fyrir þá sem eru ljósir á hörund duga um 10-15 mínútur á dag í sól.

Matur sem er ríkur af D-vítamíni eru feitur fiskur, lifur og egg.

E-vítamín

Í E-vítamíni má finna efni sem vinnur gegn ótímabærri öldrun með því að verjast frumu skemmdum. Þetta vítamín er einnig gott í baráttunni við hjartasjúkdóma, minnisleysi og ýmsar tegundir af krabbameini.

Einnig er E-vítamín afar gott fyrir húð og hár. Það má því finna ansi oft í húð og hár vörurm.

Matur sem er ríkur af E-vítamíni eru heslihnetur, möndlur, spínat, þorska lifur (lýsi), hnetusmjör og sólblómafræ.

K-vítamín

K-vítamín spilar aðalhlutverkið í að halda beinum okkar sterkum, það passar einnig upp á að blóðið sé ekki of þykkt og dregur því úr áhættu á blóðtappa og ýmsum sjúkdómum tengdum hjartanu. K-vítamín er mjög nauðsynlegt fyrir ónæmiskerfið og það eflir orku líkamans.

Heimild: top10homeremedies.com