Fara í efni

Tólf atriði sem þú ættir að vita fyrr en seinna – því þau gera lífið betra

Eitt af því sem er alveg á hreinu í þessu lífi er að við lærum svo lengi sem við lifum. Lífið er fullt af óvæntum uppákomum og kemur okkur sífellt á óvart.
Tólf atriði sem þú ættir að vita fyrr en seinna – því þau gera lífið betra

Eitt af því sem er alveg á hreinu í þessu lífi er að við lærum svo lengi sem við lifum.

Lífið er fullt af óvæntum uppákomum og kemur okkur sífellt á óvart.

Engu að síður er ýmislegt sem gott er að vita fyrr en seinna í lífinu – því ákveðnir hlutir gera lífið bara betra.

Hér eru 12 atriði sem gott er að vita fyrr en seinna

1. Lærðu eitthvað nýtt á hverjum degi

Við þurfum að þjálfa heilann til að halda virkni hans og skerpu. Að lesa, gera krossgátur, hlýða á aðra, læra nýtt tungumál, læra dans og þar fram eftir götunum er allt vel til þess fallið að þjálfa heilann.

2. Lærðu af mistökum þínum

Það er algjör óþarfi að gera sömu mistökin aftur… eða jafnvel oft. Láttu þau mistök sem þú gerir vera þér lexía í átt að frekari þroska.

3. Ekki dvelja við fortíðina og horfa sífellt til baka

Að hugsa endalaust um fortíðina er ekki skynsamlegt. Notaðu hana fyrst og fremst í þeim tilgangi til að draga lærdóm af henni.

4. Ekki gera ekki neitt

Ef við sitjum bara og bíðum getum við ekki ætlast til þess að eitthvað gerist hjá okkur – það er bara þannig. Gerðu því eitthvað sjálf/ur.

5. Ekki kenna öðrum um

Það hefur ekkert upp á sig. Við berum sjálf ábyrgð á eigin lífi. En ekki heldur áfellast sjálfa/n þig – við erum öll mannleg og allir gera mistök.

6. Ekki kvarta stöðugt

Það er algjör tímasóun og hefur heldur ekkert upp á sig. Ef þú ert ekki sátt/ur gerðu þá eitthvað í málunum eða sættu þig við að þú færð engu breytt. Auk þess dregur kvart og kvein úr þér orku.

7. Eyddu tíma með þeim sem þú elskar . . . LESA MEIRA