Fara í efni

Þessi 9 eru sögð vera hollust í grænmetis fjölskyldunni

Það eiga allir að borða grænmeti á hverjum degi en því miður að þá er það ekki raunin.
Regnboga gulrætur
Regnboga gulrætur

Það eiga allir að borða grænmeti á hverjum degi en því miður að þá er það ekki raunin.

Því ekki að gera góða breytingu á því og skipta úr sælgætinu fyrir ljúfengt og hollt grænmeti til að narta í á milli mála?

Hérna er grænmeti sem talið er vera það lang hollasta í þeirri fjölskyldu.

Byrjum á Brokkólí. Það er stútfullt af andoxunar efnum sem berjast gegn krabbameinsfrumum. Einnig er brokkólí ríkt af beta-carotene, C-vítamíni og folate sem fær ónæmiskerfið þitt til að brosa af ánægju. Það er líka ríkt af trefjum sem eru sælgæti fyrir meltingarkerfið.

Gulrótin þessi appelsínu gula sem við þekkjum best er einnig stút full af beta carotene. Regnboga gulrætur (litaðar) t.d þessar rauðu eru ríkar af lycopene og þessar fjólubláu hafa mikið magn af andoxunar efnum. En vissir þú þetta? Að borða gulrætur sem búið er að matreiða eru næringaríkari en ella. Einnig er best að ná næringarefnum úr gulrótum með því að nota olíu á þær við eldun þannig að ekki vera feimin við að baða þær upp úr ólífu olíu þegar þær eru matreiddar.

Stjáni Blái vissi hvað hann söng þegar hann hámaði í sig Spínat í tíma og ótíma. Spínat er troðfullt af flest öllum þeim vítamínum sem við þurfum. Það er einnig afar ríkt í járni. Eitt þarf þó að passa með Spínat og það er að ofelda það ekki.

Rauðir girnilegir tómatar eru í rauninni ávöxtur en við notum þá eins og grænmeti. Tómatar eru ríkir af efnum sem vinna gegn krabbameinsfrumum.

Grænt kál eða Kale er enn eitt grænmetið sem borða ætti daglega. Stútfullt af andoxunarefnum, A og C vítamínum og einnig ríkt af K-vítamíni.  Ef þú ert ekkert voða hrifin af káli, prufaðu þá að búa til kál-flögur í ofni. Það er eins og sælgæti.

Það er mikið talað um rauðrófur þessa dagana. Rauðrófu heilsudrykkir eru mikið í umræðunni og ekki að ástæðulausu. Þetta grænmeti er nefnilega afar gott til að hreinsa líkamann af óæskilegum eiturefnum.

Skiptu út þessum hefðbundnu kartöflum og borðaðu heldur sætar kartöflur. Þær eru hollari og næringaríkari. Fullar af C og E-vítamínum.

Rósakál er vanmetið grænmeti. En ekki skilja það út undan þegar þú ert að búa til salat því rósakálið er ríkt af C og K-vítamínum og hefur mikið magn af trefjum.

Eggaldin en þekkt fyrir hátt hlutfall andoxunarefna og það er einnig afar gott til þess að lækka blóðþrýstinginn. Ekki vera feimin við eggaldin og það má líka borða hýðið utan af því vegna þess að í hýðinu er mesta magnið af andoxunarefnunum.

Fleira tengt grænmeti má svo lesa HÉR