Fara í efni

Stóra bílastæðamálið - Aðgengi að bílastæðum fyrir hreyfihamlaða

Stóra bílastæðamálið - Aðgengi að bílastæðum fyrir hreyfihamlaða

Fyrir hreyfihamlað fólk er bíllinn eitt mikilvægasta hjálpartækið og forsenda fyrir því að geta farið milli staða. Bílastæði fyrir hreyfihamlaða þurfa að uppfylla sérstök ákvæði til að vera nothæf, svo sem um nálægð við áfangastað, lágmarksstærðir og hámarkshalla.

Um þau verða að gilda skýrar reglur, en almenn tillitssemi er líka nauðsynleg. Hver er staðan og hvert er stefnt?

Málefnahópur ÖBÍ um aðgengi stendur fyrir málþingi um aðgengi að bílastæðum fyrir hreyfihamlaða í tengslum við alþjóðlegan dag aðgengis. Á málþinginu verður fjallað um hvaða reglur gilda um bílastæði fyrir hreyfihamlaða og stæðiskort fyrir hreyfihamlaða, og hvaða breytingar eru fyrirhugaðar. Kynntar verða áherslur ÖBÍ um ný umferðarmerki fyrir hreyfihamlað fólk og um aðgengi að hleðslustöðvum fyrir rafbíla. Þá verður aðgengisviðurkenning Reykjavíkurborgar afhent í annað sinn.

Staður: Gullteigur, Hótel Grand.

Stund: Mánudaginn 12. mars, kl. 13:00 – 16:00.

Fundarstjóri: Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar lsh.

Dagskrá:

13:00              Málþingið sett

13.10              Aðgengisviðurkenning Reykjavíkurborgar afhent

                       Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri

13.30              Nýtt merki, ný ásýnd - samtal um táknmyndir hreyfihamlaðra

Rúnar Björn Herrera, formaður málefnahóps ÖBÍ um sjálfstætt líf og Goddur, prófessor við Listaháskóla Íslands

14:00              Takmörkuð auðlind - réttindi, skyldur og tillitssemi notenda

                       Ingveldur Jónsdóttir, formaður málefnahóps ÖBÍ um aðgengi

14:20              Kaffihlé

14:40              Aðgengishandbók – kröfur og leiðbeiningar um bílastæði

                       Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir og Berglind Hallgrímsdóttir, Verkís

15:00              Viðmið fyrir útgáfu stæðiskorta
                       Anna Björg Aradóttir, Embætti Landlæknis

15:20              Reglur fjöleignahúsa um bílastæði hreyfihamlaðra

                       Bryndís Héðinsdóttir, lögmaður Húseigendafélagsins

15:40              Rafbílar – líka fyrir hreyfihamlað fólk?

                       Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar lsh.

16:00              Samantekt og fundarlok

Aðgangur er ókeypis. Rit- og táknmálstúlkun er í boði. Skráning fer fram HÉR !