Fara í efni

Smá snúningur á lasagna – Bella Lasagna

Þetta nýmóðis lasagna er veisla fyrir bragðlaukana.
Smá snúningur á lasagna – Bella Lasagna

Þetta nýmóðis lasagna er veisla fyrir bragðlaukana.

Portobello sveppir og fersk basilíka dansa skemmtilega saman.

Hráefni:

8 stórir portobello sveppir – ferskir

1/8 tsk af salti

2 dósir af ósöltuðum niðurskornum tómötum – hella vatni af

1/2 bolli af söxuðum lauk – gott að nota rauðlauk

1 tsk af kryddblöndu – tómat,basil,hvítlaus blanda – ósöltuð

1 bolli af rifnum mozzarella osti

¾ bolli af kotasælu

2 msk af rifnum parmesan osti

5 fersk basilíku lauf – hafa þau í litlum bútum

Leiðbeiningar:

Forhitið ofninn í 220 gráður.

Takið sveppi og þvoið og fjarlægið stilki. Ekki rennbleyta sveppi samt.

Setjið sveppi á óhitaða plötu sem búið að er hylja með álpappír, hafið toppinn niður. Saltið yfir sveppina.

Látið ristast í 13-26 mínútur eða þar til sveppir eru mjúkir – snúa þeim við í millitíðinni.

Lækkið hitann núna í 180 gráður.

Á meðan sveppir eru að steikjast þá skal taka pott og setja í hann tómatana, laukinn og kryddblöndu.

Látið suðuna koma upp. Lækkið hitann.

Leyfið að malla án loks á meðal hita í korter, hrærið af og til.

Takið nú skál og blandið í hana mozzarella osti og kotasælu.

Notið skeið og takið 1/3 af tómatblöndunni og setjið í botninn á ferköntuðu eldföstu móti.

Komið 4 helmingum af  portobello sveppum fyrir með toppinn niður og setjið ofan í tómatblönduna.

Takið nú með skeið ¼ af ostablöndunni og setjið yfir sveppina.

Notið aftur skeið og takið 1/3 af tómatblöndunni og setjið yfir ostablönduna ofan á sveppunum.

Raðið restinni af sveppahelmingum yfir. Toppinn upp.

Takið það sem eftir er af tómatblöndunni og setjið yfir og dreifið svo parmesan yfir allt saman.

Bakið á 180 gráðum í 20 mínútur. Látið standa í 10 mínútur áður en borið er fram.

Notið meira af parmesan yfir ef smekkur er fyrir því.

Vonandi er hægt að finna portobello sveppi hérna núna því þeir eru algjört æði.

Njótið vel!