Fara í efni

Raw súkkulaði-rasberry brúnkökubitar

Þessar eru algjört æði!
Hversu girnilegar eru þessar?
Hversu girnilegar eru þessar?

Þessar eru algjört æði.

Þessi kaka er í lögum og bragðast afar vel, súkkulaðihnetu botninn með raspberry miðju og svo súkkulaði yfir allt saman.

Hráefni fyrir botninn:

1 bolli af raw hnetum, möndlum, macadamias eða kasjú. Þú velur hvað þér finnst best. Það má líka nota allt þetta og mylja saman.

1/3 bolli af raw kakói

3 msk af kókósolíu – bráðinni

12 steinlausar döðlur

Hráefni fyrir miðlagið:

2 bollar af ferskum eða frosnum rasperries

2/3 bolli af kasjúhnetum

4 msk af rifinni kókóshnetu

6 msk af organic maple sýrópi

1 msk af kókósolíu – bráðinni

Hráefni fyrir efsta lagið:

½ bolli af kakósmjöri – má nota kókósolíu sem hefur verið brædd

½ bolli af kakódufti

¼ bolli af maple sýrópi

Leiðbeiningar fyrir botninn:

Settu allt hráefnið í blandarann og láttu blandast afar vel saman. Passa að hneturnar séu vel muldar.

Taktu kökuform sem er smurt með kókósolíu, notaðu skeið til að slétta botninn. Settu þetta í frystinn.

Leiðbeiningar fyrir miðjuna:

Blandið öllu nema kókósolíunni saman í blandarann og látið blandast þar til þetta er orðið mjúkt. Bættu nú kókósolíunni saman við og blandaðu vel. Þegar þetta er vel blandað saman skaltu hella þessu yfir botinn og dreifa jafnt. Og settu þetta aftur inn í frystinn í klukkutíma.

Leiðbeiningar fyrir efstalagið:

Taktu allt hráefnið og settu í blandara og láttu blandast vel saman.

Taktu nú kökuna úr forminu og helltu blöndunni fyrir efstalagið yfir allt saman. 

Skerðu strax í bita. Þetta á að geyma í ísskáp eða frysti (mælt er með frystinum).

Njótið~

Sendu okkur mynd á Instagram #heilsutorg