Fara í efni

“HRÁ” Súkkulaði-kirsuberja kökur tilvaldar fyrir Valentínusardaginn

Hefur þú einhvern tíman smakkað sneið af Þýskri “Black Forest” köku eða skeið af Ben og Jerry’s kirsuberja ís?
súkkulaði-kirsuberja trufflur
súkkulaði-kirsuberja trufflur

Hefur þú einhvern tíman smakkað sneið af Þýskri “Black Forest” köku eða skeið af Ben og Jerry’s kirsuberja ís?

Kirsuber eru frábær saman við súkkulaði. Þau eru örlítið súr og passa því ljómandi vel við sætt bragðið af dökku súkkulaði.

Hérna er súper uppskrift af hrá súkkulaði-kirsuberja brownie bitum. Og þú getur borðað eins marga og þú vilt án þess að fá samviskubit.

Innihald:

Þessi uppskrift er um 24 litlar trufflur.

-         1 bolli af kasjú hnetum

-         ½ bolli af Heslihnetum

-         ¾ bolli af mjúkum döðlum, steinalausum og saxaðar afar smátt

-         ¼ bolli + 1 tsk af kakó, sykurlausu.

-         ¼ bolli af þurrkuðum kirsuberjum

-         2 msk af vatni

-         2 msk af extra virgin kókos olíu

-         1/8 tsk af sjávar salti

-         ¼ bolli af kakóspæni, afar fínt söxuðum (hann er til skreytingar)

Svona gerum við:

Blandið kasjúhnetum og heslihnetum saman í matarvinnsluvél og látið saxast afar smátt.

Blandið svo döðlum, kakó, kirsuberjum, vatni, extra virgin kókos olíunni og saltinu saman við og blandið vel saman.

Þegar “deigið” er tilbúið, mótið það þá í litlar kúlur eða trufflur og skreytið toppinn á þeim með fínt söxuðum kakóbitum.

Setjið svo bakkann með kræsingunum  inn í ísskáp í 15-20 mínútur svo þær nái að stífna.

Þetta ljúfmeti helst ferskt í viku ef geymt er í lofttæmdu boxi inni í ísskáp.

Frábær og ljúffeng uppskrift fyrir Valentínusardaginn sem dæmi.

Heimildir: mindbodygreen.com