Fara í efni

Piadini brauð

Piadini er flatbrauð sem víða er hægt fá keypt sem skyndibita á Ítalíu
Þetta verður ekki meira ala Ítalía
Þetta verður ekki meira ala Ítalía
500 g hveiti 
ögn salt 
30 g smjör, brætt
240 ml volgt vatn
 
Piadini er flatbrauð sem víða er hægt fá keypt sem skyndibita á Ítalíu, með parmaskinku og klettasalati. Setjið hveiti í skál, blandið salti, vatni og smjöri saman við og hnoðið þar til deigið er meðfærilegt, eða í um 10 mín. Skiptið deiginu í 20 litlar bollur og rúllið út með kökukefli, í um 5 mm þykkt. Leggið á disk og grillið í um 3 mín. á hvorri hlið. Geymið grillaða brauðið á volgum stað undir viskastykki.

Brauðin er best að borða nýbökuð.