Fara í efni

Pestó með klettasalati - það er svo auðvelt að búa til dýrindis pestó, uppskrift frá Minitalia.is

Pestó með klettasalati - það er svo auðvelt að búa til dýrindis pestó. Pestó með klettasalati, eða Pesto di rucola, er fersk og bragðmikil sósa sem hentar vel með mörgum tegundum af pasta, t.d. spaghettí, penne og rigatoni. Þessi sósa er líka frábær sem sósa með ýmsum fisk- og kjötréttum. En hún er ekki bara góð heldur er hún bæði auðveld og fljótleg í framkvæmd, svo er hún líka bráðholl.
Pestó með klettasalati - það er svo auðvelt að búa til dýrindis pestó, uppskrift frá Minitalia.is

Heilsutorg kynnir með stolti nýjan samstarfsaðila Minitalia.is og er þessi uppskrift af þeirra vef. 

 

Pestó með klettasalati, eða Pesto di rucola, er fersk og bragðmikil sósa sem hentar vel með mörgum tegundum af pasta, t.d. spaghettí, penne og rigatoni. Þessi sósa er líka frábær sem sósa með ýmsum fisk- og kjötréttum.

 
 
 
En hún er ekki bara góð heldur er hún bæði auðveld og fljótleg í framkvæmd, svo er hún líka bráðholl.
 
Hráefni
1) 100 gr rucola 2) 50 gr furuhnetur 3) 50 gr parmesan 4) 50 gr pecorino 5) 2 stk hvítlauksrif 6) 100-150 ml ólífuolía 7) Salt

Aðferð
1) Setjið rucola í matvinnsluvél. 2) Bætið furuhnetunum saman við 3) og setjið svo út í bæði parmesan og pecorino.
 
  
 
4) Bætið að lokum út í tveimur hvítlauksrifum 5) og látið matvinnsluvélina vinna þetta saman. 6) Bætið nú við ólífuolíunni saman við og látið matvinnsluvélina vinna þetta áfram þar til sósan er orðin passlega þykk og áferðin eins og þið viljið hafa hana.
 
   
 
Njótið~