Fara í efni

Orkulaus á morgnana? Prufaðu þessa DÚNDUR GÓÐU orkubita með möndlum og hunangi

Þessir eru frábærir á morgnana ef þú ert í tímaþröng og þarft að grípa eitthvað með þér til að borða á leið í vinnu eða skóla.
Orkulaus á morgnana? Prufaðu þessa DÚNDUR GÓÐU orkubita með möndlum og hunangi

Þessir eru frábærir á morgnana ef þú ert í tímaþröng og þarft að grípa eitthvað með þér til að borða á leið í vinnu eða skóla.

Gott er að geyma þessa orkubita við stofuhita því þá eru þeir mýkri. Og ekki má gleyma að þeir eru fullir af trefjum.

Uppskrift gefur 8 bita.

Hráefni:

1 bolli af höfrum

¼ bolli af möndlum í bitum

¼ bolli af sólblómafræjum

1 msk af hörfræjum

1 msk af sesam fræjum

1 bolli af grófu korni (whole grain)

1/3 bolli af garðaberjum (currants) – getur notað blackcurrants ber

1/3 bolli af þurrkuðum apríkósum

1/3 bolli af gylltum rúsínum eða venjulegum

¼ bolli af möndlusmjöri

¼ bolli af sætuefni – þitt er valið, í þessa uppskrift var notaður dökkur púðursykur

1 msk af hrá hunangi

½ tsk af vanillu

Klípa af salti

Leiðbeiningar:

Forhitið ofninn í 180 gráður.

Takið meðal stórt ferkantað form og smyrjið það með olíu eða smjöri.

Dreifið höfrum, möndlum, sólblómafræjum, hörfræjum og sesam fræjum á stóra bökunarplötu á smjörpappír.

Látið bakast þar til hafrar eru létt ristaðir og hnetur eru farnar að ilma. Hristu plötuna eftir 5 mínútur og látið bakast í aðrar 5 mínútur.

Setjið í stóra skál.

Bætið saman við, grófa korninu, berjum, þurrkuðum apríkósum og rúsínum, hristið saman.

Blandið nú saman möndlusmjöri, sætuefni, hunangi, vanillu og salti í lítinn pott.

Hitið yfir meðal hita og hrærið oft í blöndunni. Blandan á að freyða létt og er þá tilbúin. Þetta tekur um 2-4 mínútur.

Hellið blöndunni strax yfir þurru hráefnin og notið skeið til að blanda öllu vel saman. Gott er að nota spaða til að allt sé nú á sínum stað.

Færið blöndu í ferkantaða formið.

Settu smá smjör eða olíu á hendurnar á þér og ýttu blöndunni vel ofan í formið. Þetta á allt að vera  jafnt og alveg út í hornin.

Setjið í ísskáp í 30 mínútur eða þar til þetta er orðið vel þétt.

Skerið í 8 bita eða fleiri.

Þetta geymist í lokuðu boxi í ísskáp í viku. Má einnig frysta.

Njótið vel!