Fara í efni

NÝTT: Grískar salatvefjur – ekkert nema hollustan með miðjarðarhafsívafi

Safaríkt grískt salat pakkað af tómötum, gúrku og ólífum,plús kjúklingabaunum fyrir próteinið.
NÝTT: Grískar salatvefjur – ekkert nema hollustan með miðjarðarhafsívafi

Safaríkt grískt salat pakkað af tómötum, gúrku og ólífum,plús kjúklingabaunum fyrir próteinið.

Uppskrift er fyrir 6 manns.

Hráefni:

1/3 bolli af rauðvínsediki

¼ bolli af extra virgin ólífuolíu

2 msk af fínt söxuðu oregano

¼ tsk af góðu grófu salti

¼ tsk af ferskum svörtum pipar

8 bollar af söxuðu Romaine salati

1 dós af kjúklingabaunum – hreinsa þær

1 meðal stór gúrka, skorin langsöm og svo í sneiðar

1 bolli af kirsuberja tómötum – skera í tvennt

¼ bolli af svörtum steinalausum ólífum – hreinsa þær

¼ bolli af rauðlauk – skera niður

Svo velur þú þína uppáhalds stærð af vefjum – hafa þær heilhveiti

Leiðbeiningar:

Hrærið edik, olíu, oregano, salt og pipar í stóra skál.

Bætið svo saman við salati, baunum, gúrku, tómöum, ólífum og lauk.

Hristið þessu vel saman.

Notið um 1 ½ bolla af hráefninu á hverja vefju.

Njótið vel !