Fara í efni

NÝTT: Dásamleg uppskrift af hollum sítrónu kúrbíts múffum

Þegar lífið réttir þér sítrónur!
NÝTT: Dásamleg uppskrift af hollum sítrónu kúrbíts múffum

Þegar lífið réttir þér sítrónur!

Það er einmitt tilvalið að baka þessar múffur þegar þér áskotnast sítrónur. Í þessa uppskrift er notað bæði kjötið úr sítrónunni og ferskur safinn. Það skiptir miklu máli að nota kjötið því þaðan kemur mest af sítrónubragðinu.

Þessar múffur eru afar mjúkar og eiginlega bara nauðsynlegt að eiga þær til. Þær geymast í viku í loftæmdum umbúðum/boxi í ísskáp og svo má frysta þær.

Uppskrift er fyrir 12 múffur.

Hráefni:

2 ¼ bolli af heilhveiti

1 ½ tsk af lyftidufti

1 tsk matarsódi

¼ tsk af salti

2 ½ msk af sítrónukjötinu – alls ekki sleppa

½ msk af ósöltuðu smjöri eða fljótandi kókósolíu

2 stórar eggjahvítur

2 tsk af vanillu extract

2 ¼ tsk af vanillu steviu eða því sætuefni sem þið notið

½ bolli af hreinum grískum jógúrt

½ bolli af ferskum sítrónusafa

¾ bolli af undanrennu eða möndlumjólk

1 ½ bolli af ferskum kúrbít – rífa hann niður og þerra

Leiðbeiningar:

Forhitið ofninn í 230 gráður.

Gerið klárt múffuform sem tekur 12 múffur.

Takið skál og hrærið saman hveitinu, lyftidufti, matarsóda og salti. Notið handþeytara (handaflið). Hrærið svo sítrónukjöti saman við.

Takið nú aðra skál og hrærið smjöri/olíu, eggjahvítum, vanillu og steviu saman. Bætið svo gríska jógúrtinu saman við og passið að það séu engir kekkir.

Hrærið nú sítrónusafanum saman við.

Nú skal blanda saman úr skálunum, takið hveiti blönduna og hellið bara litlu í einu saman við hitt og hrærið vel á milli.

Að síðustu fer kúrbíturinn saman við. Blandið vel en ekki hræra mikið.

Setjið nú deigið jafnt í 12 múffuform.

Látið bakast í 23-26 mínútur eða þar til toppurinn er stinnur viðkomu og prjónn kemur hreinn úr miðju múffanna.

Leyfið múffum að kólna í um 5 mínútur í forminu áður en þær eru færðar á grind.

Ath: ekki nota blandara eða matarvinnsluvél eða hrærivél þegar þessi uppskrift er gerð.

Njótið vel!