Fara í efni

MORGUNVERÐUR – Heilhveiti - Hafra kanil pönnukökur

Hafrar og heilhveiti gefa þessum pönnsum þrusu mikið að trefjum.
MORGUNVERÐUR – Heilhveiti - Hafra kanil pönnukökur

Hafrar og heilhveiti gefa þessum pönnsum þrusu mikið að trefjum.

Það má borða þær eintómar eða bæta ofan á þær ferskum ávöxtum eða berjum.

Undirbúningstími eru um 10 mínútur, eldunartími eru um 24 mínútur og þessi uppskrift er fyrir 6.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hráefni:

1 bolli af óelduðum höfrum

2 bollar af heilhveiti

1 tsk af matarsóda

½ tsk af góðu salti

2 bollar af undanrennu

2 stór egg

2 msk af púðursykri – dökkum - má sleppa

1 msk af ósöltuðu smjöri – sem búið er að bræða

1 tsk af vanilla extract

Olía til að pönnsurnar festist ekki við pönnuna

Leiðbeiningar:

  1.  Í meðal stóra skál skaltu hræra saman höfrum, heilhveiti, matarsóda, kanil og salti.
  2. Í stóra skál skaltu þeyta saman eggjum, undanrennu, púðursykur, bráðið smjör og vanilla extract. Bættu núna saman við þurrefnunum og snúðu deiginu við í skálinni til að blanda þessu saman.
  3. Taktu núna pönnu og notaðu olíu á hana og hitaðu á meðal hita. Notaðu skeið til að setja deigið á pönnu og búðu til svona c.a 12 jafnstórar pönnsur. Þetta deig er þykkt og það má þynna það út til að fá fleiri pönnsur í morgunmatinn.

Berið fram nýbakað og njótið vel með ávöxtum eða berjum.