Fara í efni

Margar konur á breytingaskeiði án þess hreinlega að átta sig á því

Finnst þér líkami þinn orðinn frekar óútreiknanlegur?
Margar konur á breytingaskeiði án þess hreinlega að átta sig á því

Finnst þér líkami þinn orðinn frekar óútreiknanlegur? Lætur hann kannski ekki lengur að stjórn?

Ertu að pirra þig á smámunum sem skipta nákvæmlega engu máli?

Og ertu allt oft þreytt og uppgefin?

Eru blæðingarnar orðnar óreglulegar eða breyttar?

Finnst þér þú kannski líka stundum vera orðin gömul og svolítið fúl?

Þú vaknar bara ekki einn morguninn og veist það

Ef þú hefur svarað flestu af þessu játandi þá ertu að öllum líkindum komin á breytingaskeiðið. Líkaminn lætur vita þegar þetta tímabil er hafið en margar konur veita því í fyrstu litla eftirtekt og hlusta ekki á líkama sinn.

Ekki er alltaf auðvelt að vita nákvæmlega hvort þetta tímabil sé hafið þar sem þetta er ekki þannig að þú vaknar einn morguninn og bara veist að þetta er byrjað. Nei, þannig er það nefnilega ekki. Þetta gerist oft hægt og rólega.

Margt er að gerast og breytast í líkamsstarfseminni og því geta fylgt bæði andleg og líkamleg óþægindi. Ýmis einkenni og fylgifiskar sem við kærum okkur ekkert sérstaklega um fara að gera vart við sig. Og vissulega getur þetta stundum verið tómt vesen fyrir konur.

Breytingaskeiðið er ekki eingöngu eitt langt tímabil, heldur er því raunverulega skipt upp í þrjú stig. Þessi stig eru yfirleitt skilgreind þannig; fyrir tíðahvörf, tíðahvörf og eftir tíðahvörf. Fyrsta tímabilið er undanfari tíðahvarfanna sjálfra sem þýðir að konan er á breytingaskeiðinu og getur fundið fyrir ýmsum breytingum og óþægindum. Segja má að þetta sé aðaltímabil þessa ferlis og það tímabil sem getur verið einna erfiðast.

Annað tímabilið, tíðahvörfin sjálf, er kannski frekar vendipunktur en tímabil. Og þegar kemur að þriðja tímabilinu er breytingaskeiðinu lokið.

En hvað einkennir hvert stig fyrir sig?

1. Á fyrsta stigi

Á fyrsta stigi verða blæðingar óreglulegri og ekki er lengur hægt að reikna með því að tíðahringurinn sé nákvæmlega eins frá einum mánuði til annars. Þetta stig einkennist af nokkurri óreglu, það er hversu lengi blæðingarnar standa yfir og hversu miklar þær eru. Tíðahringurinn er ekki jafn áreiðanlegur og áður því nú er hann stundum stuttur og stundum langur. Í sjálfu sér er ekki hægt að gera ráð fyrir neinu öruggu á þessu tímabili.

Á þessu stigi geta konur líka farið að finna fyrir hitakófum og auknum geðsveiflum. Konur geta byrjað að finna fyrir þessum einkennum fyrirtíðahvarfa á aldrinum 35-51 árs. Tímabilið getur síðan staðið yfir í allt frá tveimur árum og upp í tólf ár. Næstum allar konur finna fyrir einhverjum einkennum breytingaskeiðs á meðan þær hafa enn tíðir.

2. Á öðru stigi

Þegar komið er að tíðahvörfunum sjálfum má segja að komið sé að ákveðnum þáttaskilum. Einkenni þessa stigs er að eggjastokkarnir hætta að þroska og losa egg. Talað er um að konur hafi tíðahvörf þegar þær . . . LESA MEIRA