Fara í efni

Málþing um lífsstíl framhaldsskólanema verður haldið föstudaginn 26. september n.k

Heilsueflandi framhaldsskóli byggir á þeirri stefnu að nálgast forvarnir út frá víðtæku og jákvæðu sjónarhorni með það að markmiði að stuðla að vellíðan og auknum árangri allra í skólasamfélaginu, nemenda og starfsfólks.
Gyllta eplið
Gyllta eplið

Í tengslum við Heilsueflandi framhaldsskóla verður haldið málþing um lífsstíl framhaldsskólanema föstudaginn 26. september 2014 kl. 9.00 - 16.00 í Safnahúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík. Skráning á málþing

Heilsueflandi framhaldsskóli byggir á þeirri stefnu að nálgast forvarnir út frá víðtæku og jákvæðu sjónarhorni með það að markmiði að stuðla að vellíðan og auknum árangri allra í skólasamfélaginu, nemenda og starfsfólks.

Höfuðáhersla verkefnisins er á fjögur viðfangsefni, þ.e. næringu, hreyfingu, geðrækt og lífsstíl. Á málþinginu verður lífsstíll tekinn fyrir, en undir því hugtaki eru m.a. tóbaksvarnir, áfengis- og vímuefnavarnir, kynheilbrigði og jafnrétti. 

Ýmsir sérfræðingar munu taka til máls (sjá dagskrá) og einnig mun Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenda Gulleplið, hina árlegu viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf og árangur í heilsueflingu.

Þetta er fjórða árið sem Gulleplið er afhent en áður hafa Flensborgarskólinn í Hafnarfirði, Verzlunarskóli Íslands og Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi hlotið viðurkenninguna.

Hér má lesa Dagskrá.

Hér er Skráning á málþing.

Héðinn Svarfdal Björnsson

verkefnisstjóri Heilsueflandi framhaldsskóla

Heimild: landlaeknir.is