Fara í efni

Lúxus hafragrautur með bananamjólk

Lúxus hafragrautur með bananamjólk

Þorir þú í sykurlausan morgunn?

Þetta er þitt tækifæri að fá ókeypis uppskriftir, innkaupalista, hollráð og ná að léttast, auka orkuna og finna fyrir vellíðan jafnvel þótt þú sért í ferðalagi. Ekki leyfa óþarfa venjum að skemma fyrir þér.

Með einni sykurlausri uppskrift á dag..

Smelltu hér til að hoppa um borð í sykurlausu lestina og fáðu strax uppskriftir og innkaupalista fyrir viku 2 ásamt aðgangi að sérstakri lokaðir facebook grúppu og sykurlausri stemmningu!

Vissir þú að ein helsta orsök sykurlöngunar er vegna skorts á næringarefnum? Eins og magnesíum, góðri fitu, próteini, króm og fleirum.

náttúrulega sæt og hlýja kroppinn á sama tíma

Fæðutegundir sem slá á sykurlöngun er þema hverrar viku fyrir sig í gegnum áskorunina. Lykilfæðutegundir þessa viku eru bananar/hindber, kókosolía og kryddjurtir. Einhver af þem innihaldsefnum finnur þú í þessari dásamlegu uppskrift hér að neðan.
 

DSC_0812-min
Þessi er stútfullur af næringu sem gefur orku fyrir daginn.

DSC_0790-min

Lúxus hafragrautur með bananamjólk

Hafragrautur

1 bolli hafrar
1/4 bolli þurrkuð mórber
1 3/4 bolli vatn
1 bolli vökvi (vatn/möndlu- eða haframjólk)
1/2 tsk vanilluduft
1/2 tsk salt

Chai rjómi (sjá uppskrift hjá Chiagraut með chai rjóma) eða bananamjólk

1/2 bolli Hindber (ef þið notið frosið leyfið að þiðna)

1.Setjið hafra, vökva og mórber í pott. Leyfið suðu að koma upp, lokið pottinum og lækkið undir hellunni. Leyfið að malla í 5-10 mín. Hrærið þá vanillu og salti saman við.

2.Maukið hindber í sultu og setjið yfir grautinn ásamt rjóma eða rjóma að vali. Hrærið örlítið samanvið og berið fram með mórberjum og ferskum bláberjum. Njótið sem lúxusmorgunverð.

Hollráð: Setjið hafra og vökva í pott nóttina áður, þá er grauturinn fyrr að eldast.

Bananamjólk

1 bolli vatn
1/2 bolli kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 4 klst eða yfirnóttu
1 frosinn banani
4 dropar stevia án bragðefna eða með vanillu
1/2 tsk vanilluduft

1.Kvöldið áður: Sneiðið banana og setjið í frysti í plastboxi eða poka. Setjið kasjúhnetur í bleyti í skál og leyfið að standa yfir nótt.

2.Um morguninn eða kvöldið eftir: Hellið vatninu af hnetunum og skolið örlítið. Setjið í blandara ásamt rest af innihaldsefnum og vinnið þar til silkimjúkt.

3.Smakkið og bætið steviu eða vanillu eftir þörfum. Geymist í glerkrukku í kæli í allt að 3-5 dögum.

Bananamjólkin er einnig góð sem millimál með Banana Orkustöngum.

Sjáumst í sykurlausu áskoruninni! Smelltu hér ef þú ert ekki skráð/ur

Ef þér líkaði greinin, smelltu á like á facebook og deildu með vinum og ekki hika við að skrá þig í sykurlausu áskorunina (á meðan þér enn gefst tími), sykurleysið verður bráðum leikur einn fyrir þér!

Umfram allt, eigðu yndislega viku
Heilsa og hamingja,
jmsignature