Fara í efni

5 leyndarmál þeirra sem eru náttúrulega grannir og hvernig mér tókst að tileinka mér þau

Þessi frásögn kemur frá Ashley Palmer, og segir hún hérna frá sinni reynslu af megrunarkúrum og fleiru.
Áhugaverð lesning
Áhugaverð lesning

Þessi frásögn kemur frá Ashley Palmer, og segir hún hérna frá sinni reynslu af megrunarkúrum og fleiru.

Ég eyddi næstum áratug af mínu lífi í slagsmálum við minn líkama við að reyna að grennast. Megrunarkúrar voru eins og pyntingar, ég reyndi að telja ofan í mig kaloríurnar á hverjum degi og var með langan lista yfir mat sem “mátti ekki” borða. Ég varð alltaf afar stressuð þegar verið var að fara út að borða eða í matarboð.

Að fara í ræktina var erfitt og ég þjáðist af mikilli vanlíðan. Ég hamaðist klukkutímum saman til að reyna að brenna kaloríum. En sama hvað ég hamaðist þá sá ég ekki árangur. Ég var alltaf svöng, ég slasaði mig við æfingar, ég var oft lasin og þetta bara var ekki að gera sig. Ég þurfti eitthvað annað.

Svo var það einn góðan dag að eitthvað breyttist hjá mér. Ég hitti fólk sem að ég taldi náttúrulega grannt: Michelle sem ég vann með, Kate og framtíðar eiginmanninn minn. Ég fór að eyða miklum tíma með þeim og þá rann upp fyrir mér að þau þurftu ekki að hafa fyrir því að vera grönn.

Fyrst var ég viss um að þetta væri í þeirra genum. En eftir því sem að ég eyddi meiri tíma með hverju og einu þeirra, fór ég að taka eftir svipuðu mynstri í þeirra hugsunum og gerðum.

Þetta fékk mig til að spá, ef að þeirra hugsunarháttur og gerðir héldi þeim í góðu formi, hvað með mig, ekkert af því sem ég hafði verið að gera virkaði. Ég hugsaði með mér, hvað ef ég tek upp þeirra hugsunarhátt og hegðun og bæti því inn í mitt líf, gæti ég náð árangrinum sem ég hef verið að leita eftir?

Hérna fyrir neðan er sumt af því sem að ég tók eftir, fólk sem að er náttúrulega grannt og ég var umkringd þeim.

Þau voru ekki heltekin af sinni þyngd né stærð

Á meðan ég var á vigtinni á hverjum degi til að athuga hvort þetta væri góður dagur eða slæmur, þá voru mínir grönnu vinir ekki með neinar áhyggjur af þessu. Þau tengdu ekki sína hamingju við útlit eða hvaða stærð þau notuðu af buxum.

Þau treystu sínum líkömum

Á meðan ég var að berjast við minn líkama og borðaði sex litlar máltíðir á dag og drakk helling af vatni til að slá á hungrið, þá voru mínir náttúrulega grönnu vinir ekki að spá í þessu. Þau voru ánægð með sína líkama. Þau borðuðu þegar þau voru svöng og stoppuðu þegar þau voru orðin södd. Þau treystu á hungurtilfinninguna og fóru eftir henni. Og ekki bættu þau á sig.

Þau fylgdu ekki einhverjum handahófskenndum reglum varðandi megrunarkúra

Á meðan ég var með langan lista yfir hvað mátti og hvað mátti ekki. Sem dæmi, engin kolvetni á kvöldin, ekki borða eftir kl 19, borða 6 litlar máltíðir yfir daginn…ég var úrvinda af þreytu … ég var orðin ringluð.. hvað vildi minn líkami eiginlega?

Og aftur að mínum grönnu vinum, þau fóru ekki eftir neinum reglum og virtust hafa innbyggða tilfinningu um það hvað ætti að borða hverju sinni. “Of mikið súkkulaði og ég fæ hausverk”. “Mér líður best þegar ég borða þetta í morgunmat”. “Mér líður bara ekki vel eftir að hafa borðað feitan og steiktan mat”.

Þau tengdu aldrei mat við skömm eða samviskubit

Þegar ég var að hamast við að grennast en afvegaleiddist, þá leið mér svo illa. Ég varð full af samviskubiti sem að oft leiddi til þess að ég fór að raða í mig óhollustu. Þó svo þeir sem eru náttúrulega grannir séu engir dýrlingar þegar kemur að mat að þá voru þau samt ekki að fá samviskubit yfir því að borða óhollustu stöku sinnum.

Þau vissu að það var ekki gáfulegt: “Wow, ég hefði ekki átt að borða þennan eftirrétt” en svo var það ekkert rætt frekar.

Þau vita að matur er ekki hamingjan

Ein mikilvæg ástæða fyrir því að ég baslaði við þyngd var í fyrsta lagi vegna þess að ég notaði mat sem afsökun… ég var ekki hamingjusöm og ég borðaði þegar mér leið illa. Ég borðaði þegar ég var stressuð. Ég borðaði þegar ég var einmanna. Ég borðaði þegar þunglyndið greip mig.

En mínir grönnu vinir áttu ekki við þetta vandamál að stríða. Þau notuðu aldrei mat í staðin fyrir það sem þeim vantaði.

Jú, það er gaman að borða góðan mat og njóta þess en þau voru ekki að borða til að öðlast hamingju.

Þegar ég tók upp þeirra siði og viðhorf sá ég dramatískar breytingar á öllu í mínu lífi. Ég fann mikla hamingju því ég var ekki að einblína á þyngdina mína. Ég hætti að berjast við líkamann minn og fór að hlusta á hann.

Ég fór að léttast hægt og rólega og hafði ekkert fyrir því. Ég get með sanni sagt að ég sé í dag náttúrulega grönn og heilbrigð og ánægð með mig eins og ég er.

Heimild: mindbodygreen.com