Lax međ papriku og ­heslihnetusalsa

Passiđ ađ eyđileggja ekki grillrendurnar í laxinum
Passiđ ađ eyđileggja ekki grillrendurnar í laxinum

Réttur fyrir 4

4 stk laxabitar um 200 g hver – hćgt ađ nota silung
2 msk ólífuolía
salt og nýmalađur svartur pipar
Salsa:
2 stk rauđar paprikur
6 msk ólífuolía
15 g heslihnetur
15 g graslaukur, fínt saxađur
1 stk hvítlauksrif, pressađ
rifiđ hýđi af einni límónu
2 msk eplaedik
salt eftir smekk

Papriku og ­heslihnetusalsa:
 
Fyrst er salsađ gert. Ofninn er hitađur í 200°C. Paprikurnar eru skornar í 4 bita og frćin fjarlćgđ. Ţví nćst eru ţćr settar á bökunarplötu, skvett yfir 2 msk af ólífuolíu og góđri Ľ tsk af salti stráđ yfir. Paprikurnar eru ristađar í ofninum í 20 mínútur eđa ţangađ til ţćr eru gegnum eldađar og létt brenndar. Setjiđ paprikurnar í skál og plastfilmu yfir. Geymiđ einnig grillsafann. Ristiđ heslihneturnar í ofni á bökunarplötu í 10 mínútur, eđa ţangađ til ţćr brúnast ađeins. (Hćgt ađ gera ţetta međ paprikunni). Leyfiđ hnetunum ađ kólna og fjarlćgiđ af ţeim skinniđ međ ţví ađ rúlla ţeim saman í lófunum. Hneturnar eru síđan grófsaxađar. Ţegar paprikan hefur kólnađ, fjarlćgiđ af henni skinniđ og skeriđ í 5 mm teninga. Blandiđ öllu saman, smakkiđ til og bćtiđ viđ pipar og salti eftir smekk.

Lax:
 
Setjiđ grillpönnu á helluna og stilliđ á hćsta hita og skiljiđ hana eftir ţar í nokkrar mínútur og leyfiđ henni ađ hitna. Pannan ţarf ađ vera mjög heit! Hafiđ ofnplötu međ bökunarpappír á tilbúna. Pensliđ laxastykkin međ ólífuolíu og stráiđ yfir salti og pipar eftir smekk. Setjiđ laxastykkin á heita pönnuna međ rođiđ upp í 3 mínútur. Notiđ fiskispađa og fćriđ laxastykkin varlega yfir á ofnplötuna međ rođiđ niđur. Passiđ ađ eyđileggja ekki grillrendurnar á laxinum viđ flutninginn. Bakiđ síđan laxinn í ofni í 5–8 mínútur eđa ţangađ til fiskurinn er rétt tilbúinn, ljósbleikur ađ innan.

Beriđ fram heitan međ stórri skeiđ af salsa á toppnum.

 

Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré