Fara í efni

Lax með mango chutney og kryddmulningi

Af öllum þeim góða mat sem til er í heiminum þá er lax án efa uppáhalds hjá mér. Hann er góður grillaður, bakaður, steiktur... og það þarf í raun ekki að gera mikið við hann.
Lax með mango chutney og kryddmulningi

Af öllum þeim góða mat sem til er í heiminum þá er lax án efa uppáhalds hjá mér. Hann er góður grillaður, bakaður, steiktur... og það þarf í raun ekki að gera mikið við hann.

Það er þó alltaf gaman að breyta aðeins til og ,,spæsa" hlutina upp.

Það má með sanni segja að mango chutney og krydd-hnetu-mulningur setji punktinn yfir i-ið hér.

Látið það endilega eftir ykkur að senda bragðlaukana til himna með þessari máltíð og notið svo afgang af mulningnum með öðrum fiski, kjúklingi eða kjöti. Mulningurinn virkar frábærlega sem rasp eða "kröst" við ýmis tilefni.

 

 

 

 

 

Hráefni:

Lax

Sítrónusafi

GEO Mango chutney 

Kryddmulningur; 40 g möndlur frá Sólgæti, 40 g kasjúhnetur frá Sólgæti, 1 msk sesamfræ frá Sólgæti, 1 tsk kanill, 1 tsk engifer (duft), 1 tsk chilli flögur, herbamare salt

Aðferð:

1) Smyrjið eða spreyjið botninn á eldföstu móti.

2) Setjið laxaflakið í mótið og sprautið sítrónusafa yfir.

3) Dreifið mango chutney yfir með skeið.

4) Ristið kasjúhnetur, möndlur og sesamfræ á þurri pönnu.

5) Vinnið allt í lið 4 gróft saman í matvinnsluvél (nokkrar sek).

6) Hrærið kanil, engifer, chilli flögum og herbamare saman við hnetublönduna - blandið vel saman.

7) Stráið kryddmulningnum yfir laxinn.

8) Bakið við 180 gráður í 15 mín.

Berið fram með góðu meðlæti og njótið.