Fara í efni

Kynferðislegur unaður á öllum aldri

Ýmislegt breytist varðandi kynlíf karlmanna með hækkandi aldri, sérstaklega eftir að 60 ára aldri er náð.
Kynferðislegur unaður á öllum aldri

Ýmislegt breytist varðandi kynlíf karlmanna með hækkandi aldri, sérstaklega eftir að 60 ára aldri er náð.

Kynlíf er ein tegund hreyfingar og það sem menn upplifðu áður eins og fótbolta eða körfubolta er nú líkast golfi eða gönguferð, flugeldasýningin sem áður var minnir nú meira á jólamatinn.

Þrátt fyrir það getur erótíkin blómstrað – ef … þroskaðir karlmenn aðlagast þeim breytingum sem fylgja hærri aldri.

Sumir hlutir breytast

Dæmi um það er stinning. Eftir að fjörutíu til fimmtíu ára aldri er náð verður risið hægara og ekki eins oft. Kynórar einir duga ekki lengur til að framkalla ris. Það þarf snertingu og nudd, oft í talsverðan tíma.  Þá þarf minna til að dragi úr risi, minniháttar truflun eins og símhringing getur valdið því en þó slíkt atvik geti verið svekkjandi er ekkert óeðlilegt við það.Því miður telja margir að þessar breytingar séu einhverskonar stinningarvandamál sem svo veldur þeim hugarangri og kvíða sem gerir ástandið aðeins verra.

Sjúkdómar geta truflað

Áhyggjur og kvíði geta valdið því að æðar sem flytja blóð til limsins dragast saman sem gerir svo stinningu enn ólíklegri.  Annað sem getur svo truflað stinningu eru ýmsir sjúkdómar og líkamlegt ástand eins og offita, sykursýki, hjartasjúkdómar, of hátt kólesteról og of hár blóðþrýstingur.  Kynfræðingurinn Dr. Marty Klein gefur eldri karlmönnum sem eiga erfitt að ná stinningu þetta ráð: “Að slaka á, anda djúpt og biðja um þá snertingu og örvun sem þú þarft en ekki gráta það sem horfið er. Einbeittu þér að þeim unaði sem þú getur notið núna”.

Sumt breytist ekki

Niðurstöður rannsóknar sem gerð var hjá Chicagoháskóla sýndu að hjá þriðjungi karlmanna á aldrinum 18 til 49 ára kom ótímabært sáðlát fyrir að minnsta kosti einu sinni á ári og að margir eldri menn ættu stundum eða oft við sama vanda að stríða. Önnur könnun leiddi í ljós að ótímabært sáðlát hrjáði um 31 prósent karlmanna á sextugsaldri, 30 prósent 60 til 65 ára, 28 prósent manna frá 65 til 70 ára og 22 prósent karlmanna frá 75 til 85 ára.

Að líta á kynlífið sem áhyggjulausan leik

Ótímabært sáðlát orsakast af tvennu, kvíða og kynlífi sem leggur alla áherslu á liminn . Kvíði örvar þær taugar sem framkalla sáðlát og mjög mikil örvum limsins getur valdið meira álagi á kynfæri karlmannsins en þau þola í hvert sinn og þar með framkallað sömu áhrif.  Kynfræðingurinn Linda Alperstein ráðleggur eldri karlmönnum sem þjást af ótímabæru sáðláti að líta meir á kynlífið sem áhyggjulausan leik með mikilli snertingu um allan líkamann. Það dragi úr streitu áhyggjum og létti um leið álagi af limnum og þar með ótímabæru sáðláti.

Aðrar áherslur

Þegar þú hugsar um kynlíf hugsarðu fyrst og fremst um samfarir en þegar æviskeiði barneigna lýkur getur sú sýn á kynlífið orðið svolítið erfiðari. Fyrir eldri menn með ótímabært sáðlát eða óáreiðanlega stinningu gætu vandamál orðið viðvarandi í kynlífinu. Á móti geta svo eldri konur upplifað þurrk og slímhúðarbólgur í leggöngum sem getur gert þeim samfarir mjög óþægilegar eða ómögulegar, jafnvel með sleipiefnum. Sum eldri pör sleppa samförum alveg og stunda ferkar alnudd, munnmök eða leiki með kynlífsleikföngum.

Langfæstir reyna stinningarlyf . . . LESA MEIRA