Kúrbítur (Zucchini) er stútfullur af vítamínum, steinefnum og fleiri efnum sem eru nauðsynleg fyrir líkamann

Grænn og góður, Kúrbítur
Grænn og góður, Kúrbítur

Kúrbítur er afar basískt grænmeti en er samt einn af mildustu og auðveldustu í grænmetisfjölskyldunni að melta.

Kúrbítur er fullur af A, C og B vítamínum ásamt steinefnum, eins og járni, zinki, kalíum og magnesíum. Hann er ríkur af trefjum og inniheldur afar fáar kaloríur. Þetta gerir kúrbít að grænmeti sem er tilvalið að hafa með í mataræðinu ef þú ert að létta þig.

Kúrbítur er ríkur af fjöl-fenól andoxunarefnum sem eru nauðsynleg til að verja líkamann gegn öldrun, veikindum og alvarlegum sjúkdómum.

Kúrbítur inniheldur gott magn af kalíum sem er mikilvægt fyrir frumur líkamans. Kalíum hjálpar blóðinu og lækkar blóðþrýsting.

Kúrbítur inniheldur líka phytonutrients sem eru mikilvæg fyrir heilbrigði blöðruhálskirtils.

Kúrbítur er einnig góður í baráttunni við háþrýstingi, æðakölkun, sykursýki, bjúg, heila-og mænusigg og maga og ristilkrabbamein.

Kúrbít má borða hráan, gufusoðinn og steiktan.

Hrár Kúrbítur getur verið skorinn í lengjur svona eins og spaghettí og nota má hann í staðinn fyrir pasta í pottrétti.

HÉR SÉRÐU KÚRBÍTS-NÚÐLUR

Kúrbítur er einnig dásamlegur í salöt, súpur og svo margt fleira.

Þú finnur Kúrbít í næstu matvöruverslun. Hann er grænn og næstum eins og gúrka, þannig að passaðu þig bara að grípa ekki óvart gúrku þegar þú ætlar að kaupa kúrbít.

Fróðleikur frá Heilsutorgi.

 


Athugasemdir

Svæði

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré