Fara í efni

Kryddað kaffi með kanil og kókósmjólk – drykkur sem heldur þér við efnið

Ansi margir sækja í kaffibollann á morgnana til að hressa sig við.
Kryddað kaffi með kanil og kókósmjólk – drykkur sem heldur þér við efnið

Ansi margir sækja í kaffibollann á morgnana til að hressa sig við.

Svart kaffi getur haft slæm áhrif á magann og einnig hefur það þau áhrif að þú þarft fleiri en einn bolla yfir daginn því annars getur farið að bera á orkuleysi og þú sækir í meira koffín.

Ef þú bætir fleiri efnum saman við kaffi drykkinn þinn þá geta þessi einkenni horfið og fyrsti kaffi bollinn endist líkamanum miklu lengur án nokkurra aukaverkanna.

Hér er uppskrift sem er ljúf fyrir magann og fyllir þig af hollri orku sem endist þér út daginn.

Uppskrift dugar í eina könnu.

Hráefni:

½ tsk af kanil

½ tsk af múskat/nutmeg

½ tsk af kardimommum

4 bolla af af þínu uppáhalds kaffi eða jurta kaffi

1 bolli af vanillu hemp prótein dufti

10 döðlur

2 bollar af kókósmjólk

Leiðbeiningar:

Hella skal upp á kaffi með kryddunum saman við.

Blandið kaffi, kókósmjólk, döðlum og hemp duftinu í blandara og látið blandast saman þar til mjúkt.

Njóttu svo þessa drykks á morgnana í stað kaffibollans, þessi drykkur fyllir þig af orku og seður mesta hungrið. Þó er ekki mælt með að sleppa morgunmat.