50 tilfelli krabbameins á ári tengd áfengi

Áfengi og krabbamein
Áfengi og krabbamein

Fimm prósent allra krabbameinstilfella má rekja til áfengisneyslu. Ţar međ er áfengi nćststćrsti einstaki áhćttuţátturinn fyrir krabbameini en tóbak er sá stćrsti.

Ţetta skrifa tveir sćnskir prófessorar, Peter Friberg og Peter Allebeck, í ađsendri grein í Dagens Nyheter. Vísa prófessorarnir í nýja skýrslu undirstofnunar Alţjóđaheilbrigđismálastofnunarinnar, World Cancer Report 2014.

Prófessorunum finnst undarlegt hversu lítil vitneskja Svía um skađsemi áfengis er. Nú sé vitađ ađ áfengi valdi bćđi brjóstakrabbameini og krabbameini í endaţarmi og ristli. Jafnvel tiltölulega lítil áfengisneysla auki hćttuna. 

Til dćmis eykst hćttan á brjóstakrabbameini um 10 prósent sé drukkiđ eitt glas af léttvíni á dag ađ stađaldri, skrifa prófessorarnir. Jafnframt ađ ţótt sumt bendi til ađ hófleg drykkja geti haft jákvćđ áhrif í tengslum viđ hjarta- og ćđasjúkdóma sýni rannsóknir ađ í heild sé skađinn umtalsvert meiri en gagnsemin.

Laufey Tryggvadóttir, prófessor og framkvćmdastjóri Krabbameinsskrár Íslands, segir ađ almennt vilji Íslendingar ekki vita um neikvćđar afleiđingar áfengisdrykkju. „Ég er búin ađ vera ađ frćđa fólk um krabbamein í mörg ár. Fólk hefur mikinn áhuga á ţví sem ég er ađ segja en ţegar ég fer ađ tala um áfengi stinga flestir fingrunum í eyrun svona sálfrćđilega séđ. Fólk rćđur auđvitađ hvort ţađ drekkur eđa ekki en ţađ ţarf ađ fá upplýsingar um ţessi mál og vinna úr ţeim.“ 

Í grein sćnsku prófessoranna, sem vilja banna áfengisauglýsingar og hćkka skatta á áfengi, segir ađ innan Evrópusambandsríkjanna greinist á hverju ári 136 ţúsund ný krabbameinstilfelli sem tengjast áfengisneyslu.

Laufey bendir á ađ áfengisneysla á Íslandi sé enn talsvert minni en í Evrópu ţótt hún hafi aukist mikiđ síđustu áratugi. Gróflega áćtlađ mćtti rekja 50 krabbameinstilfelli á ári á Íslandi til áfengisneyslu, 37 hjá körlum og 13 hjá konum.

„Ţá er miđađ viđ ađ árleg áfengisneysla hér hjá eldri en 15 ára sé 62 prósent af neyslu Dana eins og kom fram í nýlegri skýrslu Alţjóđaheilbrigđismálastofnunarinnar. Á tíu ára tímabili vćru ţví 500 manns ađ greinast međ krabbamein vegna áfengisneyslu. Ţetta er grófleg áćtlun en hjá Krabbameinsskránni er fyrirhugađ ađ ljúka viđ nákvćma útreikninga á fjölda krabbameina sem rekja má til áfengisneyslu og fleiri áhćttuţátta innan eins árs.“

Grein fengin af vef visir.is 


Athugasemdir

Svćđi

  • Um Heilsutorg
  • Twitter
  • Heilsutorg á Facebook
  • RSS af heilsutorg
  • Mobile útgáfa af heilsutorg.com
  • Veftré