Fara í efni

Kotasælubollur

Gott er að baka stóra uppskrift og eiga þegar gesti ber að garði
Kotasælubollur

Hér er æðisleg uppskrift af brauðbollum með kotasælu. 

Innihald:

Hráefni í u.þ.b. 16 bollur

Léttmjólk 2 dl
Vatn 3 dl
Olía 2 msk.
Þurrger 3 tsk.
Kotasæla 140 g
Hrásykur 8 g (2 tsk.)
Salt ¼ tsk.
Sólblómafræ 30 g
Kúmen 2 tsk.
Hafragrjón 100 g
Hveitiklíð 20 g
KORNAX 600 g

Til að hnoða upp í:
KORNAX 40 g

Aðferð:

1. Hitið mjólk og vatn ylvolgt.
2. Blandið þurrgerinu saman við, setjið salt og sykur samanvið.
3. Setjið kotasælu og síðan þurrefnuni smám saman út í og hrærið vel með sleif.
4. Þegar deigið helst vel saman og er farið að sleppa skálbörmunum er það tilbúið til
hefunar. Setjið viskustykki yfir skálina og látið hefast í u.þ.b. 30 mín.
Gott er að miða við að deigið hafi aukið ummál sitt um minnst 1/3.
5. Hnoðið um það bil 40 g af hveiti upp í deigið og hnoðið bollur (90-100 g hver bolla).
6. Raðið á bökunarplötu og bakið við 200°C í u.þ.b. 20 mínútur.

Ath. Gott er að baka stóra uppskrift og eiga í frysti.
Einfalt er að skipta út fræjum og prófa að nota önnur korn og fræ, eða sleppa kotasælu og nota meira hveiti. Einnig getur verið gott að nota nær kaldan vökva, hnoða og móta í brauð eða bollur, láta hefa sig í kæli yfir nótt og hafa nýbakaðar bollur með morgunverði.

Næringargildi: 

Orka 100 g
931  KJ /223 kkal
7,9 g prótein
4,9  g fita
36,1 g kolvetni
3,4 g trefjar 

Uppskrift: Laufey Sigurðardóttir : Næringarrekstrarfræðingur.