Fara í efni

Klettasalats- og jarðarberjapítsa

Klettasalats- og jarðarberjapítsa
Klettasalats- og jarðarberjapítsa
Þetta er ekki grín.

Botninn:

250 g spelt, t.d. fínt og gróft til helminga
50 g sesamfræ
50 g sólblómafræ
50 g graskersfræ
1–1½ msk vínsteinslyftiduft
2 tsk óregano
smá himalaya- eða sjávarsalt
2–3 msk kaldpressuð olía t.d. kókos
180–200 ml vatn

Ofan á:
rautt pestó, grænt pestó, klettasalat, avókadó, jarðarber, gulrætur og heslihnetur

Rautt pestó:

25 g kasjúhnetur, þurr ristaðar
1 stk tómatur
1 dl lífrænir sólþurrkaðir
tómatar, lagðir í bleyti í nokkrar klst
2–4 stk döðlur
½ dl góð olía
2 stk hvítlauksrif
2 tsk óregano
smá cayenne pipar og himalaya/
sjávarsalt
Grænt pestó:
3/4 dl kasjúhnetur,
lagðar í bleyti í 2–4 klst
500 g frosnar grænar baunir, þiðnar
1 vænt búnt ferskt basil
1 vænn hnefi klettasalat
1 stk hvítlauksrif, pressað
2 msk sítrónusafi
1 tsk himalayasalt
1–2 stk döðlur
½ dl kaldpressuð repjuolía eða ólífuolía

Grænmeti:
1 stk avókadó, í sneiðum
200 g jarðarber, skorin í bita
50 g klettasalat
2 stk gulrætur, skornar í þunna stafi
100 g heslihnetur, þurr ristaðar

Botninn: Blandið þurrefnunum saman í skál, hnoðið saman annað hvort í höndunum eða í hrærivél eða í matvinnsluvél með hnoðara. Bætið olíunni út í og endið á að setja vatnið rólega saman við á meðan vélin er í gangi. Þegar deigið myndar kúlu í vélinni er það tilbúið. Stráið smá spelti á borð og fletjið deigið frekar þunnt út. Skerið út hringlaga botn, setjið bökunarpappír á ofnplötu, leggið botninn þar ofan á og bakið við 200°C í 5–7 mín. Látið rakt stykki ofan á botnana svo þeir haldist mjúkir. Þessi uppskrift gefur af sér 3–4 botna – fer eftir hvað þið hafið þá þykka. Rautt Pestó: Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel saman. Geymist í um viku í loftþéttu íláti í ísskápnum. Grænt Pestó: Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel saman. Geymist í um viku í loftþéttu íláti í ísskápnum. Smyrjið rauðu pestói á pítsubotninn, veltið klettasalati upp úr grænu pestói og setjið ofan á, dreifið grænmetinu yfir og hlakkið til að borða.