Fara í efni

Eftirsjá eftir kynlíf er mismunandi milli kynja

Karlmenn sjá oftast eftir því að hafa ekki sængað hjá fleiri konum, á meðan aðal eftirsjá hjá konum er að hafa sofið hjá röngum aðila.
Eftirsjá eftir kynlíf er mismunandi milli kynja
Eftirsjá eftir kynlíf er mismunandi milli kynja

Karlmenn sjá oftast eftir því að hafa ekki sængað hjá fleiri konum, á meðan aðal eftirsjá hjá konum er að hafa sofið hjá röngum aðila.

"Fyrir karlmenn í gegnum tíðina, þá er hvert tapað skipti til að stunda kynlíf með nýjum bólfélaga, tapað tækifæri á að fjölga sér" Segir Martie Haselton sem er Sálfræði prófessor við UCLA og vann hún að þessari könnun.

Eftirsjár hjá karlmönnun voru þrjár, að vera of feiminn við að nálgast aðila af hinu kyninu, að vera ekki næginlega frumlegur varðandi kynlíf þegar þeir eru ungir og einnig að vera ekki nógu ævintýragjarn á meðan þeir eru einhleypir.

Hjá konun var þetta nú töluvert öðruvísi. Ein af aðal eftirsjá kvenna er að missa meydóminn með röngum aðila. Því næst eru, að halda framhjá þeim sem þær eru með eða að fara of hratt í hlutina, þ.e að sofa of fljótt hjá karlmanni sem þær voru að kynnast.

"Afleiðingar kynlífs með mörgum aðilum eru miklu hærri hjá konum en körlum, og eru líkur á að þetta hafi mótað tilfinningaleg viðbrögð vegna kynlífs" sagði Haselton.

Fleiri konur en karlmenn sögðu, að þeirra aðal eftirsjá væri að sofa hjá óaðlaðandi aðila.

25 þúsund manns tóku þátt í þessari könnun og var hún birt í Archives of Sexual Behavior journal.

Hægt er að lesa meira um þetta efni HÉR.